Ákærð fyrir að senda konu og barnsmóður manns nektarmyndir af honum Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2023 08:00 Konan sendi tveimur barnsmæðrum mannsins nektarmyndefni af honum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Ekki kemur fram í ákærunni hvernig konan sendi myndefnið. Vísir/Getty Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu fyrir kynferðisbrot. Hún dreifði nektarmyndum og myndskeiði af karlmanni án samþykkis hans til eiginkonu hans og barnmóður hans og annarrar barnmóður hans. Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01