„Þetta er algjörlega breyttur heimur“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 23:27 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Bylgjan Doktor í fjármálum segir heiminn algjörlega breyttan eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann segir að stríðið muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hagstjórn í ríkjum heimsins. Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira