Ákæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 08:44 Atburðurinn átti sér stað í kennslustofu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu 6. janúar. AP/Billy Schueman/The Virginian-Pilot Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins. Drengurinn hafði níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í Richneck-grunnskólann í bænum Newport News 6. janúar. Hann dró vopnið upp og skaut Abigail Zwerner, 25 ára gamlan kennara sinn, í höndina og brjóstið eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ þeirra. Hún komst lífs af. Howard Gwynn, saksóknari í Newport News, segir ólíklegt að drengurinn verði ákærður enda sé það erfiðleikum bundið að rétta yfir sex ára gömlu barni sem sé of ungt til þess að skilja réttarkerfið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið okkar er ekki að gera bara eitthvað eins hratt og hægt er. Þegar við höfum farið ofan í saumana á öllum staðreyndum málsins ákærum við hvern þann eða hverja þá sem við teljum hafið yfir skynsamlegan vafa að hafi framið glæp,“ sagði Gwynn við NBC-sjónvarpsstöðina. Sagður hafa skotið kennarann af ásettu ráði AP-fréttastofan segir að lög í Virginíu heimili að börn geti verið sótt til saka. Almennt sé þó litið svo á að börn yngri en sjö ára séu of ung til að vera ákærð þar sem þau séu ekki fær um glæpsamlegan ásetning. Saksóknarar þyrftu enn fremur að geta sýnt fram á að barnið hafi áttað sig á alvarleika brotsins, skipulagt það og framkvæmt. Byssan er í eigu móður drengsins sem keypti hana löglega, að sögn lögreglu. Lögmaður hennar fullyrðir að byssunni hafi verið læst og hún geymd í hárri skápskúffu. Zwerner stefndi skólayfirvöldum vegna atviksins. Drengurinn skaut hana einu sinni en kúlan hæfði hana bæði í höndina og brjóstið. Henni tókst að smala hinum börnunum út úr skólastofunni áður en hún var flutt í flýti á sjúkrahús. Lögregla segir að drengurinn hafi skotið kennarann viljandi. Enginn fyrirvari hafi verið að því og engin átök á milli kennarans og drengsins. Fjölskylda drengsins sagði í yfirlýsingu eftir árásina að hann glímdi við alvarlega fötlun. Foreldrar hans hafi þurft að fylgja honum í skólann og kennslustundir á hverjum degi samkvæmt meðferðaráætlun drengsins. Árásin átti sér stað fyrstu vikuna sem foreldrar hans voru ekki með honum í tíma. Drengurinn er sagður njóta viðeigandi meðferðar á heilbrigðisstofnun. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Drengurinn hafði níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í Richneck-grunnskólann í bænum Newport News 6. janúar. Hann dró vopnið upp og skaut Abigail Zwerner, 25 ára gamlan kennara sinn, í höndina og brjóstið eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ þeirra. Hún komst lífs af. Howard Gwynn, saksóknari í Newport News, segir ólíklegt að drengurinn verði ákærður enda sé það erfiðleikum bundið að rétta yfir sex ára gömlu barni sem sé of ungt til þess að skilja réttarkerfið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið okkar er ekki að gera bara eitthvað eins hratt og hægt er. Þegar við höfum farið ofan í saumana á öllum staðreyndum málsins ákærum við hvern þann eða hverja þá sem við teljum hafið yfir skynsamlegan vafa að hafi framið glæp,“ sagði Gwynn við NBC-sjónvarpsstöðina. Sagður hafa skotið kennarann af ásettu ráði AP-fréttastofan segir að lög í Virginíu heimili að börn geti verið sótt til saka. Almennt sé þó litið svo á að börn yngri en sjö ára séu of ung til að vera ákærð þar sem þau séu ekki fær um glæpsamlegan ásetning. Saksóknarar þyrftu enn fremur að geta sýnt fram á að barnið hafi áttað sig á alvarleika brotsins, skipulagt það og framkvæmt. Byssan er í eigu móður drengsins sem keypti hana löglega, að sögn lögreglu. Lögmaður hennar fullyrðir að byssunni hafi verið læst og hún geymd í hárri skápskúffu. Zwerner stefndi skólayfirvöldum vegna atviksins. Drengurinn skaut hana einu sinni en kúlan hæfði hana bæði í höndina og brjóstið. Henni tókst að smala hinum börnunum út úr skólastofunni áður en hún var flutt í flýti á sjúkrahús. Lögregla segir að drengurinn hafi skotið kennarann viljandi. Enginn fyrirvari hafi verið að því og engin átök á milli kennarans og drengsins. Fjölskylda drengsins sagði í yfirlýsingu eftir árásina að hann glímdi við alvarlega fötlun. Foreldrar hans hafi þurft að fylgja honum í skólann og kennslustundir á hverjum degi samkvæmt meðferðaráætlun drengsins. Árásin átti sér stað fyrstu vikuna sem foreldrar hans voru ekki með honum í tíma. Drengurinn er sagður njóta viðeigandi meðferðar á heilbrigðisstofnun.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“