DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 16:20 Ron DeSantis hefur enn ekki lýst opinberlega yfir framboði til forseta en Donald Trump er strax byrjaður að vinna með uppnefni á hann. Trump hefur meðal annars kallað hann Skinhelga Ron (e. Ron DeSanctimonious). AP/Phil Sears Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. Altalað hefur verið lengi að DeSantis ali með sér þann draum í brjósti að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þó enn ekki lýst yfir framboði opinberlega. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sem standa DeSantis nærri að hann hafi sagt í einrúmi að hann ætli að bjóða sig fram. Hann lýsi líklega ekki yfir framboði fyrr en eftir að ríkisþingi Flórída verður slitið í maí. Ríkisstjórinn heimsækir Iowa á morgun og Nevada á laugardag í tengslum við útgáfu endurminninga hans. Ríkin tvö eru á meðal þeirra sem greiða fyrst atkvæði í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Vongóðir frambjóðendur finna sér yfirleitt ástæðu til þess að heimsækja ríkin þegar nær dregur forvali. Önnur vísbending um yfirvofandi framboð DeSantis er ný pólitísk aðgerðanefnd sem var stofnuð honum til stuðnings í dag. Hún nefnist „Aldrei láta undan“ (e. Never Back Down) en forráðamaður hennar er Ken Cuccinelli, fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn Donalds Trump. Slíkar nefndir safna fé og tala fyrir kjöri frambjóðanda en mega lögum samkvæmt ekki eiga samráð við hann. Helst þekktur sem menningarstríðsmaður Bjóði DeSantis sig fram finnur hann fyrir á fleti Trump sjálfan sem lýsti yfir framboði sínu strax í fyrra. Trump þykir fyrir fram sigurstranglegur en þó virðist sem að fjarað hafi undan stuðningi við hann að einhverju leyti innan Repúblikanaflokksins. DeSantis hefur helst vakið athygli á sjálfum sér með því að heyja svokallað menningarstríð. Undir forystu hans hefur Flórída meðal annars bannað kennurum í opinberum skólum að ræða kynhneigð eða kyngervi í tímum. Gagnrýnendur laganna hafa kallað þau „Ekki segja samkynhneigður“-lögin. Þá gengur nú ritskoðunaralda yfir skóla í ríkinu. Skólastjórnendur hafa víða gripið til þess ráðs að fjarlægja allar bækur af ótta við að þeir verði sóttir til saka komist yfirvöld að því að einhver bókanna eigi ekki erindi við nemendur af ýmsum ástæðum. Bækur sem fjalla um sögu þrælahalds og kynhneigð eru á meðal þeirra sem hafa ekki komist í gegnum nálarauga ritskoðara ríkisins. DeSantis vakti einnig athygli þegar hann notaði opinbera fjármuni til að greiða fyrir að flytja hælisleitendur frá Texas til lítillar og velmegandi eyju í Massachusetts í fyrra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18 De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Altalað hefur verið lengi að DeSantis ali með sér þann draum í brjósti að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þó enn ekki lýst yfir framboði opinberlega. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sem standa DeSantis nærri að hann hafi sagt í einrúmi að hann ætli að bjóða sig fram. Hann lýsi líklega ekki yfir framboði fyrr en eftir að ríkisþingi Flórída verður slitið í maí. Ríkisstjórinn heimsækir Iowa á morgun og Nevada á laugardag í tengslum við útgáfu endurminninga hans. Ríkin tvö eru á meðal þeirra sem greiða fyrst atkvæði í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Vongóðir frambjóðendur finna sér yfirleitt ástæðu til þess að heimsækja ríkin þegar nær dregur forvali. Önnur vísbending um yfirvofandi framboð DeSantis er ný pólitísk aðgerðanefnd sem var stofnuð honum til stuðnings í dag. Hún nefnist „Aldrei láta undan“ (e. Never Back Down) en forráðamaður hennar er Ken Cuccinelli, fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn Donalds Trump. Slíkar nefndir safna fé og tala fyrir kjöri frambjóðanda en mega lögum samkvæmt ekki eiga samráð við hann. Helst þekktur sem menningarstríðsmaður Bjóði DeSantis sig fram finnur hann fyrir á fleti Trump sjálfan sem lýsti yfir framboði sínu strax í fyrra. Trump þykir fyrir fram sigurstranglegur en þó virðist sem að fjarað hafi undan stuðningi við hann að einhverju leyti innan Repúblikanaflokksins. DeSantis hefur helst vakið athygli á sjálfum sér með því að heyja svokallað menningarstríð. Undir forystu hans hefur Flórída meðal annars bannað kennurum í opinberum skólum að ræða kynhneigð eða kyngervi í tímum. Gagnrýnendur laganna hafa kallað þau „Ekki segja samkynhneigður“-lögin. Þá gengur nú ritskoðunaralda yfir skóla í ríkinu. Skólastjórnendur hafa víða gripið til þess ráðs að fjarlægja allar bækur af ótta við að þeir verði sóttir til saka komist yfirvöld að því að einhver bókanna eigi ekki erindi við nemendur af ýmsum ástæðum. Bækur sem fjalla um sögu þrælahalds og kynhneigð eru á meðal þeirra sem hafa ekki komist í gegnum nálarauga ritskoðara ríkisins. DeSantis vakti einnig athygli þegar hann notaði opinbera fjármuni til að greiða fyrir að flytja hælisleitendur frá Texas til lítillar og velmegandi eyju í Massachusetts í fyrra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18 De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. 8. mars 2023 08:18
De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19
Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15