Sagan af Skapta of Skafta. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Jón Ingi Hákonarson skrifar 15. mars 2023 10:00 Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun