Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2023 15:23 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Pavel Bednyakov Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Sjá einnig: Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Saksóknarar og rannsakendur ICC hafa verið með ódæði rússneskra hermanna í Úkraínu til skoðunar um nokkuð skeið. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hér má sjá yfirlýsingu frá Piotr Hofmański, forseta ICC, um handtökuskipunina. Hann segir dómarana vera að fylgja skyldum sínum samkvæmt lögum. Framhaldið velti á alþjóðasamfélaginu #ICC President Judge Piotr Hofma ski on recent arrest warrants against Vladimir Vladimirovich Putin and Maria Alekseyevna Lvova-Belova in the context of the situation in #UkraineMore info: https://t.co/5OMC7Xuuy5 pic.twitter.com/45bT4mHqIs— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 17, 2023 Í yfirlýsingu frá ICC segir að grundvöllur sé fyrir því að Pútín beri persónulega ábyrgð á því að börn hafi verið flutt frá Úkraínu og til Rússlands og því að stöðva ekki undirmenn sína og aðra í að fremja þessa glæpi. Lvova-Belova er einnig sögð bera ábyrgð á flutningunum. New York Times sagði nýverið frá því að saksóknarar ICC væru einnig að skoða markvissar árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Framsal ólíklegt Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Óhætt er að segja að Pútín muni ekki framselja sjálfan sig. María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, segir handtökuskipun dómstólsins marklausa. Hún hafi enga þýðingu í Rússlandi, en Rússar hafa ekki skrifað undir Rómarsamþykktina. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Sjá einnig: Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Saksóknarar og rannsakendur ICC hafa verið með ódæði rússneskra hermanna í Úkraínu til skoðunar um nokkuð skeið. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hér má sjá yfirlýsingu frá Piotr Hofmański, forseta ICC, um handtökuskipunina. Hann segir dómarana vera að fylgja skyldum sínum samkvæmt lögum. Framhaldið velti á alþjóðasamfélaginu #ICC President Judge Piotr Hofma ski on recent arrest warrants against Vladimir Vladimirovich Putin and Maria Alekseyevna Lvova-Belova in the context of the situation in #UkraineMore info: https://t.co/5OMC7Xuuy5 pic.twitter.com/45bT4mHqIs— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 17, 2023 Í yfirlýsingu frá ICC segir að grundvöllur sé fyrir því að Pútín beri persónulega ábyrgð á því að börn hafi verið flutt frá Úkraínu og til Rússlands og því að stöðva ekki undirmenn sína og aðra í að fremja þessa glæpi. Lvova-Belova er einnig sögð bera ábyrgð á flutningunum. New York Times sagði nýverið frá því að saksóknarar ICC væru einnig að skoða markvissar árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Framsal ólíklegt Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Óhætt er að segja að Pútín muni ekki framselja sjálfan sig. María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, segir handtökuskipun dómstólsins marklausa. Hún hafi enga þýðingu í Rússlandi, en Rússar hafa ekki skrifað undir Rómarsamþykktina. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent