Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2023 17:09 Úkraínumenn munu fá 31 M1A1 Abrams skriðdreka í stað M1A2 eins og upprunalega stóð til. EPA/VALDA KALNINA Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. Bandaríkjamenn vonast til þess að skriðdrekarnir geti verið komnir á vígvöllinn eftir átta til tíu mánuði. Sömuleiðis stendur til að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrr til Úkraínu en áður. 65 úkraínskir hermenn munu ljúka þjálfun á þessi kerfi á næstu dögum og verða þau send til landsins á næstu vikum. Taka skriðdreka beint frá hernum Bandaríkjamenn tilkynntu fyrr á árinu að 31 M1A2 Abrams skriðdreki yrði sendur til Úkraínu og að það myndi taka allt að tvö ár að smíða þá og flytja til landsins. Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að senda M1A1 skriðdreka sem hægt sé að taka beint úr vörslu bandaríska hersins og flytja til Úkraínu fyrir árslok. Helsti munurinn á M1A1 og M1A2 skriðdrekunum er að þeir nýrri eru með betri búnað sem notaður er til að miða á skotmörk. Þetta hafði AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum úr Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Ákvörðunin var svo tilkynnt af ráðamönnum í dag. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er sagður hafa krafist þess að Bandaríkjamenn sendu skriðdreka til Úkraínu og sagt það vera skilyrði fyrir því að Þjóðverjar myndu gefa grænt ljós á sendingar Leopard 2 skriðdreka til landsins. Þeir eru hannaðir og framleiddir í Þýskalandi og því þurftu Þjóðverjar að samþykkja sendingarnar. Bandaríkjamenn drógu í efa að Abrams skriðdrekar hentuðu Úkraínumönnum þar sem þeir væru óhentugir. Sérstakt eldsneyti þarf til að keyra túrbínur skriðdrekanna og þá eru þeir sagðir þurfa umfangsmeiri innviði og að erfiðara sé að halda þeim við en Leopard 2 skriðdrekunum. Sjá einnig: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Eftir miklar viðræður var þetta græna ljós gefið í janúar en síðan þá hefur gengið misvel að senda skriðdreka til Úkraínu og finna þann fjölda skriðdreka sem upphaflega var lofað. AP segir óljóst hvenær þjálfun úkraínskra hermanna á Abrams skriðdrekana mun hefjast. Þjálfa þarf töluverðan fjölda hermanna í að nota, viðhalda og gera við skriðdrekana. Fá tvö Patriot-kerfi á næstu vikum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í desember að Patriot-loftvarnarkerfi yrði sent til Úkraínu. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Um þetta leyti gerðu Rússar stöðugar árásir á borgaralega innviði Úkraínu og lögðu Úkraínumenn mikið kapp á að fá fleiri og betri loftvarnarkerfi. Þessum árásum hefur verið haldið áfram en þeim hefur farið fækkandi. CNN segir frá því að sú ákvörðun hafi verið tekin að flýta sendingu tveggja Patriot-kerfa til Úkraínu. 65 úkraínskir hermenn hafa verið við þjálfun í notkun þeirra í Oklahoma í Bandaríkjunum en þeir verða sendir til Evrópu á næstu dögum. Þar munu þeir fá frekari þjálfun í notkun kerfanna en eitt þeirra kemur frá Bandaríkjunum og hitt frá Þýskalandi og Hollandi. CNN hefur eftir yfirmanni herstöðvarinnar þar sem úkraínsku hermennirnir hafa verið í þjálfun að þeir hafi mikla reynslu af öðrum loftvarnarkerfum og átökum. Þeir hafi verið fljótir að læra á Patriot-kerfin en þeir munu ljúka þjálfun sem iðulega tekur tíu vikur á átta. Vinna að gagnárásum Úkraínumenn hafa verið að byggja upp nýjar sveitir á undanförnum vikum og mánuðum, samhliða því að verjast mjög umfangsmiklum árásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segjast valda miklu mannfalli meðal rússneskra hermanna í og við Bakhmut, þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrir úkraínska hermenn, sem hafa einnig fallið í miklum fjölda. Þar sem Rússar hafa að mestu verið að sækja fram þá hefur mannfallið líklega verið meira hjá þeim en Úkraínumönnum en sérfræðingar segja að hlutfallið hafi versnað fyrir Úkraínumenn samhliða því að Rússar hafa sótt fram norður af bænum og næstum því umkringt hann. Markmið Úkraínumanna virðist vera að veikja Rússa eins og þeir geta og reyna svo gagnárásir þegar vorið nálgast. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. 16. mars 2023 16:19 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Bandaríkjamenn vonast til þess að skriðdrekarnir geti verið komnir á vígvöllinn eftir átta til tíu mánuði. Sömuleiðis stendur til að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrr til Úkraínu en áður. 65 úkraínskir hermenn munu ljúka þjálfun á þessi kerfi á næstu dögum og verða þau send til landsins á næstu vikum. Taka skriðdreka beint frá hernum Bandaríkjamenn tilkynntu fyrr á árinu að 31 M1A2 Abrams skriðdreki yrði sendur til Úkraínu og að það myndi taka allt að tvö ár að smíða þá og flytja til landsins. Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að senda M1A1 skriðdreka sem hægt sé að taka beint úr vörslu bandaríska hersins og flytja til Úkraínu fyrir árslok. Helsti munurinn á M1A1 og M1A2 skriðdrekunum er að þeir nýrri eru með betri búnað sem notaður er til að miða á skotmörk. Þetta hafði AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum úr Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Ákvörðunin var svo tilkynnt af ráðamönnum í dag. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er sagður hafa krafist þess að Bandaríkjamenn sendu skriðdreka til Úkraínu og sagt það vera skilyrði fyrir því að Þjóðverjar myndu gefa grænt ljós á sendingar Leopard 2 skriðdreka til landsins. Þeir eru hannaðir og framleiddir í Þýskalandi og því þurftu Þjóðverjar að samþykkja sendingarnar. Bandaríkjamenn drógu í efa að Abrams skriðdrekar hentuðu Úkraínumönnum þar sem þeir væru óhentugir. Sérstakt eldsneyti þarf til að keyra túrbínur skriðdrekanna og þá eru þeir sagðir þurfa umfangsmeiri innviði og að erfiðara sé að halda þeim við en Leopard 2 skriðdrekunum. Sjá einnig: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Eftir miklar viðræður var þetta græna ljós gefið í janúar en síðan þá hefur gengið misvel að senda skriðdreka til Úkraínu og finna þann fjölda skriðdreka sem upphaflega var lofað. AP segir óljóst hvenær þjálfun úkraínskra hermanna á Abrams skriðdrekana mun hefjast. Þjálfa þarf töluverðan fjölda hermanna í að nota, viðhalda og gera við skriðdrekana. Fá tvö Patriot-kerfi á næstu vikum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í desember að Patriot-loftvarnarkerfi yrði sent til Úkraínu. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Um þetta leyti gerðu Rússar stöðugar árásir á borgaralega innviði Úkraínu og lögðu Úkraínumenn mikið kapp á að fá fleiri og betri loftvarnarkerfi. Þessum árásum hefur verið haldið áfram en þeim hefur farið fækkandi. CNN segir frá því að sú ákvörðun hafi verið tekin að flýta sendingu tveggja Patriot-kerfa til Úkraínu. 65 úkraínskir hermenn hafa verið við þjálfun í notkun þeirra í Oklahoma í Bandaríkjunum en þeir verða sendir til Evrópu á næstu dögum. Þar munu þeir fá frekari þjálfun í notkun kerfanna en eitt þeirra kemur frá Bandaríkjunum og hitt frá Þýskalandi og Hollandi. CNN hefur eftir yfirmanni herstöðvarinnar þar sem úkraínsku hermennirnir hafa verið í þjálfun að þeir hafi mikla reynslu af öðrum loftvarnarkerfum og átökum. Þeir hafi verið fljótir að læra á Patriot-kerfin en þeir munu ljúka þjálfun sem iðulega tekur tíu vikur á átta. Vinna að gagnárásum Úkraínumenn hafa verið að byggja upp nýjar sveitir á undanförnum vikum og mánuðum, samhliða því að verjast mjög umfangsmiklum árásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segjast valda miklu mannfalli meðal rússneskra hermanna í og við Bakhmut, þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrir úkraínska hermenn, sem hafa einnig fallið í miklum fjölda. Þar sem Rússar hafa að mestu verið að sækja fram þá hefur mannfallið líklega verið meira hjá þeim en Úkraínumönnum en sérfræðingar segja að hlutfallið hafi versnað fyrir Úkraínumenn samhliða því að Rússar hafa sótt fram norður af bænum og næstum því umkringt hann. Markmið Úkraínumanna virðist vera að veikja Rússa eins og þeir geta og reyna svo gagnárásir þegar vorið nálgast.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08 Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. 16. mars 2023 16:19 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26
Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05
Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23
Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt. 17. mars 2023 12:08
Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. 16. mars 2023 16:19