Stöðva sýningu hryllingsmyndar um Bangsímon í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 12:11 Skjáskot úr hryllingsmyndinni Winnie the Pooh: Blood and Honey. Í myndinni ganga Bangsímon og vinir hans af göflunum og myrða fólk í massavís. AP/ITN Studios Búið er að stöðva sýningar hryllingsmyndarinnar Winnie The Pooh: Blood and Honey, eða Bangsímon: Blóð og hunang, í Hong Kong. Bangsímon hefur lengi verið óvinsæll í Kína vegna gríns um að hann og Xi Jinping, forseti, séu líkir. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum VII Pillars Entertainment, dreifingaraðila myndarinnar, að sýning hennar hafi einnig verið bönnuð í Macao í Kína. Þeir sögðu ekki hafa fengið neina ástæðu fyrir því að sýningarnar hafi verið stöðvaðar en til stóð að sýna myndina í um þrjátíu kvikmyndahúsum í Hong Kong. Hætt var við forsýningu í gær vegna „tæknilegra ástæðna“ en til stóð að frumsýna myndina í gær. Í myndinni ganga Bangsímon og vinir hans af göflunum og myrða fólk í massavís. Yfirvöld í Kína hafa lengi verið ósátt við Bangsímon en Xi Jinping, forseti Kína, þykir líkur bangsanum viðkunnalega. Árið 2018 var Bangsímon bannaður í Kína vegna þess að fólk var að gera grín að Xi og bera hann saman við teiknimyndabjörninn. Uppruna þessa gríns má rekja til myndar frá 2013 af Xi og Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hong Kong var bresk nýlenda til ársins 1997 þegar Bretar gerðu samkomulag við Kína um að taka við stjórn eyjunnar. Því samkomulagi fylgdi skilyrði um að lýðræði Hong Kong og réttindum íbúa yrði viðhaldið áfram. Nokkur ár eru síðan það breyttist í Hong Kongo en Kommúnistaflokkur Kína hefur komið á ströngum öryggislögum og dregið verulega úr lýðræði á eyjunni. Einn viðmælandi AP, prófessor við kvikmyndadeild háskóla í Hong Kong, segir að tilfellum þar sem sýning kvikmynda vegna ritskoðunar hafi verið bönnuð, hafi fjölgað á undanförnum árum. Hingað til hafi það að mestu beinst að sjálfstætt framleiddum stuttmyndum. Bíó og sjónvarp Kína Hong Kong Tengdar fréttir Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ókyrrð í Kína eftir eins manns mótmæli Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga unnið dag og nótt að því að ritskoða umræður á samfélagsmiðlum um mótmæli sem fóru fram í Peking í gær. Mótmælendur hafa krafist þess að Xi Jinping, leiðtoga landsins, verði komið frá völdum en aðeins nokkrir dagar eru í að þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram. 14. október 2022 07:28 Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum VII Pillars Entertainment, dreifingaraðila myndarinnar, að sýning hennar hafi einnig verið bönnuð í Macao í Kína. Þeir sögðu ekki hafa fengið neina ástæðu fyrir því að sýningarnar hafi verið stöðvaðar en til stóð að sýna myndina í um þrjátíu kvikmyndahúsum í Hong Kong. Hætt var við forsýningu í gær vegna „tæknilegra ástæðna“ en til stóð að frumsýna myndina í gær. Í myndinni ganga Bangsímon og vinir hans af göflunum og myrða fólk í massavís. Yfirvöld í Kína hafa lengi verið ósátt við Bangsímon en Xi Jinping, forseti Kína, þykir líkur bangsanum viðkunnalega. Árið 2018 var Bangsímon bannaður í Kína vegna þess að fólk var að gera grín að Xi og bera hann saman við teiknimyndabjörninn. Uppruna þessa gríns má rekja til myndar frá 2013 af Xi og Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hong Kong var bresk nýlenda til ársins 1997 þegar Bretar gerðu samkomulag við Kína um að taka við stjórn eyjunnar. Því samkomulagi fylgdi skilyrði um að lýðræði Hong Kong og réttindum íbúa yrði viðhaldið áfram. Nokkur ár eru síðan það breyttist í Hong Kongo en Kommúnistaflokkur Kína hefur komið á ströngum öryggislögum og dregið verulega úr lýðræði á eyjunni. Einn viðmælandi AP, prófessor við kvikmyndadeild háskóla í Hong Kong, segir að tilfellum þar sem sýning kvikmynda vegna ritskoðunar hafi verið bönnuð, hafi fjölgað á undanförnum árum. Hingað til hafi það að mestu beinst að sjálfstætt framleiddum stuttmyndum.
Bíó og sjónvarp Kína Hong Kong Tengdar fréttir Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ókyrrð í Kína eftir eins manns mótmæli Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga unnið dag og nótt að því að ritskoða umræður á samfélagsmiðlum um mótmæli sem fóru fram í Peking í gær. Mótmælendur hafa krafist þess að Xi Jinping, leiðtoga landsins, verði komið frá völdum en aðeins nokkrir dagar eru í að þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram. 14. október 2022 07:28 Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45 Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00
Ókyrrð í Kína eftir eins manns mótmæli Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga unnið dag og nótt að því að ritskoða umræður á samfélagsmiðlum um mótmæli sem fóru fram í Peking í gær. Mótmælendur hafa krafist þess að Xi Jinping, leiðtoga landsins, verði komið frá völdum en aðeins nokkrir dagar eru í að þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram. 14. október 2022 07:28
Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49
„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1. júlí 2022 07:45
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57