Opið bréf til Heimildarinnar Frosti Logason skrifar 23. mars 2023 08:01 Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. Edda vakti fyrst athygli þegar hún steig fram sem þolandi kynbundins áreitis sem hún sagðist hafa orðið fyrir þegar hún lifði og hrærðist í viðskiptalífi Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum. Sagðist hún hafa legið undir ámælum og niðrandi athugasemdum frá samstarfsmönnum í stórum virtum banka, vegna nærfata og bikínimynda sem hún birti á samfélagsmiðlum á sama tíma og hún miðlaði með verðbréf í bankanum. Þá sagðist hún einnig hafa upplifað sömu framkomu þegar hún vann í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk í sama landi á svipuðum tíma. Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist. Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir „Ég trúi-átakið“? Hverju eigum við að trúa? Þetta hljóta að vera áleitnar spurningar sem margir velta fyrir sér. Í ljósi alls þessa, er þá ekki vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins er til þess að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu? Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta? Sjálfur tel ég að lesendur ykkar og aðrir eigi rétt á svörum við þessum spurningum. Virðingarfyllst, Frosti Logason Höfundur er hlaðvarpsstjóri og félagi í Blaðamannafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. Edda vakti fyrst athygli þegar hún steig fram sem þolandi kynbundins áreitis sem hún sagðist hafa orðið fyrir þegar hún lifði og hrærðist í viðskiptalífi Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum. Sagðist hún hafa legið undir ámælum og niðrandi athugasemdum frá samstarfsmönnum í stórum virtum banka, vegna nærfata og bikínimynda sem hún birti á samfélagsmiðlum á sama tíma og hún miðlaði með verðbréf í bankanum. Þá sagðist hún einnig hafa upplifað sömu framkomu þegar hún vann í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk í sama landi á svipuðum tíma. Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist. Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir „Ég trúi-átakið“? Hverju eigum við að trúa? Þetta hljóta að vera áleitnar spurningar sem margir velta fyrir sér. Í ljósi alls þessa, er þá ekki vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins er til þess að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu? Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta? Sjálfur tel ég að lesendur ykkar og aðrir eigi rétt á svörum við þessum spurningum. Virðingarfyllst, Frosti Logason Höfundur er hlaðvarpsstjóri og félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun