Viðar: Ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ Árni Jóhannsson skrifar 23. mars 2023 20:22 Viðar Örn gat leyft sér að fagna glæstum sigri í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Höttur frá Egilsstöðum verða með í Subwaydeild karla á næstu leiktíð en sigur Hattar á Breiðablik fyrr í kvöld, 85-98, í 21. umferð deildarinnar staðfesti það. Höttur lék óaðfinnanlega nánast í seinni hálfleik til að sigla sigrinum heim og var þjálfarin liðsins ánægður með sigurinn og sögulegan áfanga fyrir liðið hans. „Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“ Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
„Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“
Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00