„Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur“: Forsetinn biðlar til ráðamanna að sýna á ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 07:19 Fyrirhugaðar breytingar á lögum um dómstóla eru eitt eldfimasta innanríkismálið í sögu Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur kallað eftir því að hætt verði við afar umdeildar breytingar á lögum um dómstóla. Tugþúsundir Ísraelsmanna flykktust út á götur í gær eftir að forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu lét varnarmálaráðherrann fjúka vegna málsins. Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Ísrael Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Ísrael Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira