Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Stefán Árni Pálsson skrifar 29. mars 2023 11:31 Angela hefur rannsakað gervigreind ítarlega og segir að hún sé einfaldlega komin til að vera. Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. Umræðan um gervigreindar-mállíkanið Chat GPT hefur verið áberandi að undanförnu sér í lagi í ljósi þess að gervigreindin talar nú íslensku og sumir ganga svo langt að segja að líkanið gæti orðið liður í því að bjarga íslenskri tungu frá glötun. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Angelu Jiang, vörustjóra hjá bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem þróaði Chat GPT mállíkanið. „Um er að ræða forrit sem tekur inn texta og gefur þér texta til baka. Þetta er mjög einfalt en getur gert mjög mikið. Það getur svarað spurningum þínum, viðhaldið samtali, gefið þér hugmyndir eða kennt þér sitthvað. Það er í raun þannig að þegar þú ert að tala við manneskju þá eru samskiptin texti inn, texti út. Forritið er aðeins einu skrefi frá því að ná fleiri markmiðum með einfaldri vefsíðu,“ segir Angela. Hugsar ekki eins og menn Jafnvel þó það gæti hljómað svo þá segir hún að líkanið hugsi ekki líkt og menn, heldur vinnur það úr gögnum og varpar þannig fram upplýsingum. „Það sem það gerir í gruninn er að það hefur safnað fjölda gagna af netinu, úr bókum og þegar þú færir því texta spáir það fyrir hvernig næsti texti gæti verið. Hvað yrði gagnlegt. Þannig er þetta mun einfaldara en manneskja. Það er ekki málefnalegt, eða hefur neina röksemdarfærslu.“ En af hverju þurfum við á þessu að halda? „Þessi tækni getur aðstoðað okkur við margt. Þetta gæti t.d. nýst okkur til að kynnast sögu hafnaboltans. Það færir okkur svör og hugmyndir. Kannski vill maður hjálp við að semja ljóð. Það getur líka hjálpað þér við það.“ Umræðan um gervigreind hefur verið áberandi í tengslum við menntamál og skólar í New York hafa til að mynda bannað tólið því gervigreindin getur hjálpað nemendum að svindla á verkefnum. Angela segir að menntun muni breytast með tilkomu gervigreindarinnar en að í því séu fólgin mörg tækifæri. Ekki óvinur okkar „Við höfum þegar byrjað samstarf við menntakerfi sem framleiða gervigreindarmenni. Þú getur spurt þau spurninga og þau leiðbeina þér áfram að rétta svarinu án þess að segja þér svarið, heldur frekar spyrja þig fleiri spurninga og leiða þig áfram að því að læra námsefnið sjálfur.“ Að hennar mati er mikilvægt að kennarar og menntastofnanir líti ekki á gervigreindina sem óvin sinn, heldur læri á hana og hvernig best er að nýta hana. Hún segir einnig að mörg störf muni breytast með áframhaldandi þróun á tækninni. „Við búumst við að störf breytist með allri tækniþróun. Einhver störf gætu horfið en við búumst helst við því að eðli starfsins muni þróast til hins betra. Ef starfið felst t.d. í því að skrifa texta þá geti forritið kannski gert leiðinlegasta partinn ef maður getur orðað það sem svo.“ Og jafnvel þó einhver störf gætu þurrkast út þá muni ný störf skapast samhliða því. „Það munu verða til ný störf. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig störfin verða en ein af þeim ástæðum sem við vildum þróa þessa tækni og setja hana í loftið núna er til að hefja ákveðna aðlögun.“ Hún nefnir það til dæmis að jafnvel þó gervigreindin geti í raun átt samtal við notandann þá getur hún ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Mannleg samskipti eru og munu verða mannleg en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Gervigreind Tækni Ísland í dag Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Umræðan um gervigreindar-mállíkanið Chat GPT hefur verið áberandi að undanförnu sér í lagi í ljósi þess að gervigreindin talar nú íslensku og sumir ganga svo langt að segja að líkanið gæti orðið liður í því að bjarga íslenskri tungu frá glötun. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Angelu Jiang, vörustjóra hjá bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem þróaði Chat GPT mállíkanið. „Um er að ræða forrit sem tekur inn texta og gefur þér texta til baka. Þetta er mjög einfalt en getur gert mjög mikið. Það getur svarað spurningum þínum, viðhaldið samtali, gefið þér hugmyndir eða kennt þér sitthvað. Það er í raun þannig að þegar þú ert að tala við manneskju þá eru samskiptin texti inn, texti út. Forritið er aðeins einu skrefi frá því að ná fleiri markmiðum með einfaldri vefsíðu,“ segir Angela. Hugsar ekki eins og menn Jafnvel þó það gæti hljómað svo þá segir hún að líkanið hugsi ekki líkt og menn, heldur vinnur það úr gögnum og varpar þannig fram upplýsingum. „Það sem það gerir í gruninn er að það hefur safnað fjölda gagna af netinu, úr bókum og þegar þú færir því texta spáir það fyrir hvernig næsti texti gæti verið. Hvað yrði gagnlegt. Þannig er þetta mun einfaldara en manneskja. Það er ekki málefnalegt, eða hefur neina röksemdarfærslu.“ En af hverju þurfum við á þessu að halda? „Þessi tækni getur aðstoðað okkur við margt. Þetta gæti t.d. nýst okkur til að kynnast sögu hafnaboltans. Það færir okkur svör og hugmyndir. Kannski vill maður hjálp við að semja ljóð. Það getur líka hjálpað þér við það.“ Umræðan um gervigreind hefur verið áberandi í tengslum við menntamál og skólar í New York hafa til að mynda bannað tólið því gervigreindin getur hjálpað nemendum að svindla á verkefnum. Angela segir að menntun muni breytast með tilkomu gervigreindarinnar en að í því séu fólgin mörg tækifæri. Ekki óvinur okkar „Við höfum þegar byrjað samstarf við menntakerfi sem framleiða gervigreindarmenni. Þú getur spurt þau spurninga og þau leiðbeina þér áfram að rétta svarinu án þess að segja þér svarið, heldur frekar spyrja þig fleiri spurninga og leiða þig áfram að því að læra námsefnið sjálfur.“ Að hennar mati er mikilvægt að kennarar og menntastofnanir líti ekki á gervigreindina sem óvin sinn, heldur læri á hana og hvernig best er að nýta hana. Hún segir einnig að mörg störf muni breytast með áframhaldandi þróun á tækninni. „Við búumst við að störf breytist með allri tækniþróun. Einhver störf gætu horfið en við búumst helst við því að eðli starfsins muni þróast til hins betra. Ef starfið felst t.d. í því að skrifa texta þá geti forritið kannski gert leiðinlegasta partinn ef maður getur orðað það sem svo.“ Og jafnvel þó einhver störf gætu þurrkast út þá muni ný störf skapast samhliða því. „Það munu verða til ný störf. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig störfin verða en ein af þeim ástæðum sem við vildum þróa þessa tækni og setja hana í loftið núna er til að hefja ákveðna aðlögun.“ Hún nefnir það til dæmis að jafnvel þó gervigreindin geti í raun átt samtal við notandann þá getur hún ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Mannleg samskipti eru og munu verða mannleg en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Gervigreind Tækni Ísland í dag Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp