Kallar eftir samstöðu með Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 13:17 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/GAVRIIL GRIGOROV Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira