Muratov óttast að verið sé að undirbúa Rússa undir kjarnorkustyrjöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 06:58 Muratov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021. epa/Maxim Shipenkov „Tvær kynslóðir hafa lifað án ógnarinnar af kjarnorkustyrjöld. En það tímabil er liðið. Mun Pútín ýta á kjarnorkuhnappinn eða ekki? Hver veit? Enginn veit það. Það er enginn sem getur svara því.“ Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira