Leikkona á sjötugsaldri gagnrýnd fyrir að nota staðgöngumóður Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 14:26 Ana Obregón á viðburði í Madrid í febrúar. Vísir/Getty Spænska leikkonan Ana Obregón sætir nú gagnrýni í heimalandi sínu eftir að hún upplýsti að hún hefði eignast barn með milligöngu staðgöngumóður. Obregón, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir að leika í sjónvarpsþáttum, er 68 ára gömul. Athygli vakti þegar Obregón birtist á mynd á forsíðu slúðurritsins Hola með hvítvoðung fyrir utan sjúkrahús í Míamí í Bandaríkjunum fyrr í þessari viku. „Ljós fullt af ást kom inn í myrkrið mitt. Ég verð aldrei ein aftur. ÉG LIFI AFTUR,“ skrifaði Obregón í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í kjölfarið. Einkasonur leikkonunnar lést af völdum krabbameins aðeins 27 ára gamall árið 2020. Obregón hefur ekki farið leynt með að hún hafi átt erfitt með að halda áfram með lífið eftir dauða hans. Báðir foreldrar hennar létust eftir það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Spáni en fólk sem fer úr landi til þess að kaupa slíka þjónustu getur ættleitt barn við heimkomuna. Lög um staðgöngumæðrun voru hert fyrr á þessu ári. Hún er nú skilgreind sem ofbeldi gegn konum sem sé sambærileg við nauðungarmeðgöngu, nauðungarþungunarrof eða nauðungarófrjósemisaðgerð. Miklar umræður hafa skapast um málið á samfélagsmiðlum á Spáni og ráðherrar í ríkisstjórn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Irene Montero, jafnréttisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, sagði gjörðir leikkonunnar tegund af ofbeldi gegn konum. Pilar Alegría, menntamálaráðherra, sagði myndina af Obregón á forsíðu tímaritsins minna á Gleðileikinn guðdómlega eftir ítalska skáldið Dante. „Þetta er ekki staðgöngumæðrun, þetta er leiga á legi sem er ólögleg á Spáni eins og við vitum,“ sagði ráðherrann. Spánn Frjósemi Barnalán Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Athygli vakti þegar Obregón birtist á mynd á forsíðu slúðurritsins Hola með hvítvoðung fyrir utan sjúkrahús í Míamí í Bandaríkjunum fyrr í þessari viku. „Ljós fullt af ást kom inn í myrkrið mitt. Ég verð aldrei ein aftur. ÉG LIFI AFTUR,“ skrifaði Obregón í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í kjölfarið. Einkasonur leikkonunnar lést af völdum krabbameins aðeins 27 ára gamall árið 2020. Obregón hefur ekki farið leynt með að hún hafi átt erfitt með að halda áfram með lífið eftir dauða hans. Báðir foreldrar hennar létust eftir það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Spáni en fólk sem fer úr landi til þess að kaupa slíka þjónustu getur ættleitt barn við heimkomuna. Lög um staðgöngumæðrun voru hert fyrr á þessu ári. Hún er nú skilgreind sem ofbeldi gegn konum sem sé sambærileg við nauðungarmeðgöngu, nauðungarþungunarrof eða nauðungarófrjósemisaðgerð. Miklar umræður hafa skapast um málið á samfélagsmiðlum á Spáni og ráðherrar í ríkisstjórn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Irene Montero, jafnréttisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, sagði gjörðir leikkonunnar tegund af ofbeldi gegn konum. Pilar Alegría, menntamálaráðherra, sagði myndina af Obregón á forsíðu tímaritsins minna á Gleðileikinn guðdómlega eftir ítalska skáldið Dante. „Þetta er ekki staðgöngumæðrun, þetta er leiga á legi sem er ólögleg á Spáni eins og við vitum,“ sagði ráðherrann.
Spánn Frjósemi Barnalán Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira