Leikkona á sjötugsaldri gagnrýnd fyrir að nota staðgöngumóður Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 14:26 Ana Obregón á viðburði í Madrid í febrúar. Vísir/Getty Spænska leikkonan Ana Obregón sætir nú gagnrýni í heimalandi sínu eftir að hún upplýsti að hún hefði eignast barn með milligöngu staðgöngumóður. Obregón, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir að leika í sjónvarpsþáttum, er 68 ára gömul. Athygli vakti þegar Obregón birtist á mynd á forsíðu slúðurritsins Hola með hvítvoðung fyrir utan sjúkrahús í Míamí í Bandaríkjunum fyrr í þessari viku. „Ljós fullt af ást kom inn í myrkrið mitt. Ég verð aldrei ein aftur. ÉG LIFI AFTUR,“ skrifaði Obregón í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í kjölfarið. Einkasonur leikkonunnar lést af völdum krabbameins aðeins 27 ára gamall árið 2020. Obregón hefur ekki farið leynt með að hún hafi átt erfitt með að halda áfram með lífið eftir dauða hans. Báðir foreldrar hennar létust eftir það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Spáni en fólk sem fer úr landi til þess að kaupa slíka þjónustu getur ættleitt barn við heimkomuna. Lög um staðgöngumæðrun voru hert fyrr á þessu ári. Hún er nú skilgreind sem ofbeldi gegn konum sem sé sambærileg við nauðungarmeðgöngu, nauðungarþungunarrof eða nauðungarófrjósemisaðgerð. Miklar umræður hafa skapast um málið á samfélagsmiðlum á Spáni og ráðherrar í ríkisstjórn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Irene Montero, jafnréttisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, sagði gjörðir leikkonunnar tegund af ofbeldi gegn konum. Pilar Alegría, menntamálaráðherra, sagði myndina af Obregón á forsíðu tímaritsins minna á Gleðileikinn guðdómlega eftir ítalska skáldið Dante. „Þetta er ekki staðgöngumæðrun, þetta er leiga á legi sem er ólögleg á Spáni eins og við vitum,“ sagði ráðherrann. Spánn Frjósemi Barnalán Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Athygli vakti þegar Obregón birtist á mynd á forsíðu slúðurritsins Hola með hvítvoðung fyrir utan sjúkrahús í Míamí í Bandaríkjunum fyrr í þessari viku. „Ljós fullt af ást kom inn í myrkrið mitt. Ég verð aldrei ein aftur. ÉG LIFI AFTUR,“ skrifaði Obregón í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í kjölfarið. Einkasonur leikkonunnar lést af völdum krabbameins aðeins 27 ára gamall árið 2020. Obregón hefur ekki farið leynt með að hún hafi átt erfitt með að halda áfram með lífið eftir dauða hans. Báðir foreldrar hennar létust eftir það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Spáni en fólk sem fer úr landi til þess að kaupa slíka þjónustu getur ættleitt barn við heimkomuna. Lög um staðgöngumæðrun voru hert fyrr á þessu ári. Hún er nú skilgreind sem ofbeldi gegn konum sem sé sambærileg við nauðungarmeðgöngu, nauðungarþungunarrof eða nauðungarófrjósemisaðgerð. Miklar umræður hafa skapast um málið á samfélagsmiðlum á Spáni og ráðherrar í ríkisstjórn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Irene Montero, jafnréttisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, sagði gjörðir leikkonunnar tegund af ofbeldi gegn konum. Pilar Alegría, menntamálaráðherra, sagði myndina af Obregón á forsíðu tímaritsins minna á Gleðileikinn guðdómlega eftir ítalska skáldið Dante. „Þetta er ekki staðgöngumæðrun, þetta er leiga á legi sem er ólögleg á Spáni eins og við vitum,“ sagði ráðherrann.
Spánn Frjósemi Barnalán Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira