Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2023 19:00 Getty Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið hefur verið til fjölmiðla. Gögnin sýna, samkvæmt Guardian sem birti í dag eina fyrstu fréttina um lekann, að starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið mikið fyrir FSB, GRU og SVR á undanförnum árum. Umrædd gögn eru frá árunum 2016 til 2021. Þeim var lekið til fjölmiðla af starfsmanni Vulkan sem var ósáttur við innrás Rússa í Úkraínu. Hann hafði fyrst samband við starfsmenn þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og sagði þeim að GRU og FSB skýldu sér á bakvið Vulkan. FSB er arftaki KGB og sér um leyniþjónustumál í Rússlandi. GRU er leyniþjónusta herafla Rússlands sem sér um leyniþjónustumál á erlendri grundu en SVR er þriðja leyniþjónustan sem starfar einnig á erlendri grundu. Í frétt Washington Post um gögnin segir að lekar sem þessir úr varnarmálaiðnaði Rússlands séu afar sjaldgæfir. Sá sem lak gögnunum gerði það með nafnleynd svo blaðamennirnir sem fengu þau vita ekki hver hann er en hann sagðist starfa fyrir Vulkan. Hann sagðist reiður vegna innrásarinnar í Úkraínu og að fyrirtækið væri að gera slæma hluti með ríkisstjórn Rússlands. Blaðamenn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að þeim fengu núverandi starfsmenn leyniþjónusta á Vesturlöndum og netöryggissérfræðinga til að fara yfir gögnin en þeir sögðu þau líklega vera raunveruleg. Þrír fyrrverandi starfsmenn Vulkan staðfestu einnig ýmislegt sem fram kemur í gögnunum. Sýna samstarf með alræmdum tölvuþrjótum Meðal þess sem gögnin eru sögð sýna er að forsvarsmenn herafla Rússlands hafi verið að leita að nýrri tækni til að gera umfangsmeiri og hættulegri árásir. Þau sýna einnig að Vulkan keyrði hugbúnað sem leitaði á netinu að öryggisgöllum og skrásetti þá, svo hægt væri að nota þá síðar. Gögnin tengja einnig Vulkan við sérstakt tölvuárásatól sem hópur netþrjóta sem kallast Sandworm hefur notað. Þessi hópur er sagður vera á vegum GRU og er meðal annars sagður hafa tvisvar sinnum valdið rafmagnsleysi í Úkraínu, gert árás á kerfi Ólympíuleikanna í Suður-Kóreu og um að hafa gert NotPetya-árásina. NotPetya er einhver skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Tölvuþrjótarnir dreifðu vírus sem smitaði tölvur um allan heim og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Þrjótarnir eru einnig sakaðir um árásir sem beindust að rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun útsendara GRU á fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Hópurinn hefur einnig gengið undir nafninu 74455 og kom að tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016. Þaðan stálu þeir tölvupóstum úr kerfi sem birtir voru í gegnum Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum það ár. Sjá einnig: Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Gögnin sýna einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að vakta og stýra hluta internetsins á svæðum sem Rússar stjórna. Hugbúnaðinn er einnig hægt að nota til að dreifa áróðri og fölskum fréttum gegnum falska reikninga á samfélagsmiðlum. Þá sýna þau einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að þjálfa útsendara leyniþjónusta í tölvuárásum. Sérfræðingur sagði blaðamönnum Washington Post að verktakar eins og Vulkan væru sérstaklega mikilvægir GRU. Þeir komi með reynslu og þekkingu að borðinu sem leyniþjónustuna geti skort. Hann sagði GRU geta gert árásir án verktaka en aldrei jafn vel. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tölvuárásir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem lekið hefur verið til fjölmiðla. Gögnin sýna, samkvæmt Guardian sem birti í dag eina fyrstu fréttina um lekann, að starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið mikið fyrir FSB, GRU og SVR á undanförnum árum. Umrædd gögn eru frá árunum 2016 til 2021. Þeim var lekið til fjölmiðla af starfsmanni Vulkan sem var ósáttur við innrás Rússa í Úkraínu. Hann hafði fyrst samband við starfsmenn þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og sagði þeim að GRU og FSB skýldu sér á bakvið Vulkan. FSB er arftaki KGB og sér um leyniþjónustumál í Rússlandi. GRU er leyniþjónusta herafla Rússlands sem sér um leyniþjónustumál á erlendri grundu en SVR er þriðja leyniþjónustan sem starfar einnig á erlendri grundu. Í frétt Washington Post um gögnin segir að lekar sem þessir úr varnarmálaiðnaði Rússlands séu afar sjaldgæfir. Sá sem lak gögnunum gerði það með nafnleynd svo blaðamennirnir sem fengu þau vita ekki hver hann er en hann sagðist starfa fyrir Vulkan. Hann sagðist reiður vegna innrásarinnar í Úkraínu og að fyrirtækið væri að gera slæma hluti með ríkisstjórn Rússlands. Blaðamenn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að þeim fengu núverandi starfsmenn leyniþjónusta á Vesturlöndum og netöryggissérfræðinga til að fara yfir gögnin en þeir sögðu þau líklega vera raunveruleg. Þrír fyrrverandi starfsmenn Vulkan staðfestu einnig ýmislegt sem fram kemur í gögnunum. Sýna samstarf með alræmdum tölvuþrjótum Meðal þess sem gögnin eru sögð sýna er að forsvarsmenn herafla Rússlands hafi verið að leita að nýrri tækni til að gera umfangsmeiri og hættulegri árásir. Þau sýna einnig að Vulkan keyrði hugbúnað sem leitaði á netinu að öryggisgöllum og skrásetti þá, svo hægt væri að nota þá síðar. Gögnin tengja einnig Vulkan við sérstakt tölvuárásatól sem hópur netþrjóta sem kallast Sandworm hefur notað. Þessi hópur er sagður vera á vegum GRU og er meðal annars sagður hafa tvisvar sinnum valdið rafmagnsleysi í Úkraínu, gert árás á kerfi Ólympíuleikanna í Suður-Kóreu og um að hafa gert NotPetya-árásina. NotPetya er einhver skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Tölvuþrjótarnir dreifðu vírus sem smitaði tölvur um allan heim og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Þrjótarnir eru einnig sakaðir um árásir sem beindust að rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun útsendara GRU á fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Hópurinn hefur einnig gengið undir nafninu 74455 og kom að tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016. Þaðan stálu þeir tölvupóstum úr kerfi sem birtir voru í gegnum Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum það ár. Sjá einnig: Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Gögnin sýna einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að vakta og stýra hluta internetsins á svæðum sem Rússar stjórna. Hugbúnaðinn er einnig hægt að nota til að dreifa áróðri og fölskum fréttum gegnum falska reikninga á samfélagsmiðlum. Þá sýna þau einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að þjálfa útsendara leyniþjónusta í tölvuárásum. Sérfræðingur sagði blaðamönnum Washington Post að verktakar eins og Vulkan væru sérstaklega mikilvægir GRU. Þeir komi með reynslu og þekkingu að borðinu sem leyniþjónustuna geti skort. Hann sagði GRU geta gert árásir án verktaka en aldrei jafn vel.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tölvuárásir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira