Sanna viðurkennir ósigur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 20:59 Sanna Marin hefur lotið í lægra haldi fyrir Petteri Orpo. KIMMO BRANDT/EPA-EFE Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum. Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18