Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2023 23:17 Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað staðfesta nýjar fregnir embættismanna en segir að háttsemi Kínverja með flugi njósnabelgsins hafi falið í sér brot á alþjóðalögum. Getty/Angerer Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Bandaríkjaher skaut belginn niður utan strönd Suður-Karólínu hinn 4. febrúar. Grannt hafði verið fylgst með för njósnabelgsins frá Alaska til Montana, þar sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna geymir meðal annars kjarnorkuvopn í Malmstrom-flugherstöðinni. Kínverjar eru sagðir hafa hraðað ferð njósnabelgsins mjög, til að koma honum út úr bandarískri lofthelgi, þegar ljóst var í hvað stefndi. Sjá einnig: Skutu niður óþekktan hlut í fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska „Upplýsingarnar sem Kínverjar söfnuðu voru að mestu leyti rafræn merki eða bylgjur, til dæmis samskipti frá starfsmönnum herstöðvanna eða frá tilteknum vopnakerfum. Það er ólíklegt að njósnabelgurinn hafi tekið myndir á vettvangi,“ segir ónefndur embættismaður innan bandaríska hersins samkvæmt Guardian. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki tekið svo djúpt í árinni en segir að tekist hafi að takmarka leka á upplýsingum. Enn væri verið að rannsaka belginn og tilheyrandi búnað. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að háttsemi Kínverja fæli í sér gróft brot á alþjóðalögum en neitar að viðkvæmum upplýsingum hafi verið lekið. Fjöldi annarra njósnabelgja Bandarísk yfirvöld greindu frá því fyrr á árinu að kínversk yfirvöld væru talin hafa sett fjölda annarra sambærilegra njósnabelgja á loft. Þeim hafi verið flogið yfir fjörutíu lönd í fimm heimsálfum og safnað þar upplýsingum. Kínverjar hafa staðfastlega neitað ásökunum og segja að Bandaríkjamenn hafi brugðist ókvæða við. Belgurinn hafi verið nýttur til að safna veðurfarsupplýsingar og ekkert væri við hann að athuga. Bandaríkin Hernaður Kína Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Bandaríkjaher skaut belginn niður utan strönd Suður-Karólínu hinn 4. febrúar. Grannt hafði verið fylgst með för njósnabelgsins frá Alaska til Montana, þar sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna geymir meðal annars kjarnorkuvopn í Malmstrom-flugherstöðinni. Kínverjar eru sagðir hafa hraðað ferð njósnabelgsins mjög, til að koma honum út úr bandarískri lofthelgi, þegar ljóst var í hvað stefndi. Sjá einnig: Skutu niður óþekktan hlut í fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska „Upplýsingarnar sem Kínverjar söfnuðu voru að mestu leyti rafræn merki eða bylgjur, til dæmis samskipti frá starfsmönnum herstöðvanna eða frá tilteknum vopnakerfum. Það er ólíklegt að njósnabelgurinn hafi tekið myndir á vettvangi,“ segir ónefndur embættismaður innan bandaríska hersins samkvæmt Guardian. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki tekið svo djúpt í árinni en segir að tekist hafi að takmarka leka á upplýsingum. Enn væri verið að rannsaka belginn og tilheyrandi búnað. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að háttsemi Kínverja fæli í sér gróft brot á alþjóðalögum en neitar að viðkvæmum upplýsingum hafi verið lekið. Fjöldi annarra njósnabelgja Bandarísk yfirvöld greindu frá því fyrr á árinu að kínversk yfirvöld væru talin hafa sett fjölda annarra sambærilegra njósnabelgja á loft. Þeim hafi verið flogið yfir fjörutíu lönd í fimm heimsálfum og safnað þar upplýsingum. Kínverjar hafa staðfastlega neitað ásökunum og segja að Bandaríkjamenn hafi brugðist ókvæða við. Belgurinn hafi verið nýttur til að safna veðurfarsupplýsingar og ekkert væri við hann að athuga.
Bandaríkin Hernaður Kína Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08
Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent