Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 22. nóvember 2025 20:11 Pawel Bartoszek Vísir/Viktor Freyr Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu. Bandarískir erindrekar kynntu 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði í gær. Áætlunin felur meðal annars í sér að Úkraínumenn gefi eftir landsvæði, gangi ekki í NATO og takmarki herafla sinn. Bandaríkjastjórn hefur gert Úkraínumönnum það ljóst að samþykki þeir ekki áætlunina verði þeir að sætta sig við verri samning í framtíðinni. „Tillögurnar virðast í fljótu bragði vera mjög óhagfelldar fyrir Úkraínu, í rauninni má tala um þetta sem tillögur að uppgjöf, kannski ekki skilyrðislausri uppgjöf en tillögur að uppgjöf Úkraínu,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í kvöldfréttum Sýnar. Leggja til gagntillögur Evrópskir leiðtogar hafa rætt áætlunina sín á milli á fundi G20 ríkja í Suður-Afríku í dag og ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. Pawel segist binda vonir við að þær tillögur fái framgang. „Kosturinn er í stöðunni er að Donald Trump er mjög umhugað um að koma á frið og það er í sjálfu sér gott þannig ég ætla ekki að segja að ég sé alveg úrkula vonar um það að það geti komist á friður á næstu mánuðum en ef þetta er uppleggið þá er erfitt að sjá af hverju Úkraína ætti að fallast á það að í rauninni gefast upp og draga varanlega úr varnarmætti sínum.“ Ísland styðji rétt Úkraínu til sjálfsákvörðunar um framtíð sína, mikilvægt sé að móttillögur verði unnar hratt. „Vegna þess að við viljum heldur ekki búa til það andrúmsloft, að við einhvern veginn, og þá segi ég við af því við erum auðvitað hluti af Evrópu og hluti af NATO, göngum einhvern veginn frá borði og rekum fleyg í samstarf okkar við Bandaríkin, því það væri að einhverju leyti óskastaða fyrir Rússland og Vladimír Pútín.“ „Við munum halda áfram að færa Úkraínumönnum vopn“ Í morgun sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fjarfund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta auk leiðtoga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Úkraínuforsetinn sagðist hafa útskýrt fyrir þeim næstu skref Úkraínumanna. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingu Norðurlanda og Eystrasalstríkja.Forsetaembætti Úkraínu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu síðan frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að þau studdu enn við bakið á Úkraínumönnum enda snerist málið „ekki aðeins um öryggi Úkráinumanna, heldur enn fremur um öryggi Evrópu.“ Í stuðningsyfirlýsingunni, sem birt er á ensku á vef stjórnarráðsins, segir að ríkin styðji þær lausnir sem virði fullveldi og landhelgi Úkraínu. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingunni. „Svo lengi sem Rússar halda áfram stríði sínu við Úkraínu munum við einnig styðja hertar refsiaðgerðir og frekari efnahagsúrræði. “ Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Bandarískir erindrekar kynntu 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði í gær. Áætlunin felur meðal annars í sér að Úkraínumenn gefi eftir landsvæði, gangi ekki í NATO og takmarki herafla sinn. Bandaríkjastjórn hefur gert Úkraínumönnum það ljóst að samþykki þeir ekki áætlunina verði þeir að sætta sig við verri samning í framtíðinni. „Tillögurnar virðast í fljótu bragði vera mjög óhagfelldar fyrir Úkraínu, í rauninni má tala um þetta sem tillögur að uppgjöf, kannski ekki skilyrðislausri uppgjöf en tillögur að uppgjöf Úkraínu,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í kvöldfréttum Sýnar. Leggja til gagntillögur Evrópskir leiðtogar hafa rætt áætlunina sín á milli á fundi G20 ríkja í Suður-Afríku í dag og ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. Pawel segist binda vonir við að þær tillögur fái framgang. „Kosturinn er í stöðunni er að Donald Trump er mjög umhugað um að koma á frið og það er í sjálfu sér gott þannig ég ætla ekki að segja að ég sé alveg úrkula vonar um það að það geti komist á friður á næstu mánuðum en ef þetta er uppleggið þá er erfitt að sjá af hverju Úkraína ætti að fallast á það að í rauninni gefast upp og draga varanlega úr varnarmætti sínum.“ Ísland styðji rétt Úkraínu til sjálfsákvörðunar um framtíð sína, mikilvægt sé að móttillögur verði unnar hratt. „Vegna þess að við viljum heldur ekki búa til það andrúmsloft, að við einhvern veginn, og þá segi ég við af því við erum auðvitað hluti af Evrópu og hluti af NATO, göngum einhvern veginn frá borði og rekum fleyg í samstarf okkar við Bandaríkin, því það væri að einhverju leyti óskastaða fyrir Rússland og Vladimír Pútín.“ „Við munum halda áfram að færa Úkraínumönnum vopn“ Í morgun sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fjarfund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta auk leiðtoga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Úkraínuforsetinn sagðist hafa útskýrt fyrir þeim næstu skref Úkraínumanna. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingu Norðurlanda og Eystrasalstríkja.Forsetaembætti Úkraínu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu síðan frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að þau studdu enn við bakið á Úkraínumönnum enda snerist málið „ekki aðeins um öryggi Úkráinumanna, heldur enn fremur um öryggi Evrópu.“ Í stuðningsyfirlýsingunni, sem birt er á ensku á vef stjórnarráðsins, segir að ríkin styðji þær lausnir sem virði fullveldi og landhelgi Úkraínu. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingunni. „Svo lengi sem Rússar halda áfram stríði sínu við Úkraínu munum við einnig styðja hertar refsiaðgerðir og frekari efnahagsúrræði. “
Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira