Íranir setja upp eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 18:07 Írönsk kona lagfærir höfuðslæðu sína. Getty/Morteza Nikoubazl Írönsk yfirvöld hafa komið upp eftirlitsmyndavélum á almenningssvæðum til að bera kennsl á og sekta konur sem nota ekki höfuðslæður. Aðgerðirnar eiga að fækka fjölda þeirra kvenna sem brjóta í bága við ströng lög landsins um höfuðslæðunotkun. Lögregluyfirvöld í Íran greindu frá aðgerðunum í tilkynningu í gær. Þar segir að þær konur sem nást á mynd án höfuðslæðu muni fá „textaskilaboð sem varar þær við afleiðingunum“ eftir að búið er að persónugreina myndefnið. Fjöldi íranskra kvenna hafa sagt skilið við höfuðslæður sínar í mótmælaskyni eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Möhsu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í september á síðasta ári. Hún hafði verið handtekinn fyrir að brjóta í bága við höfuðslæðulög landsins. Þrátt fyrir hörð viðbrögð öryggissveitanna og mikla áhættu á að vera handteknar er enn fjöldi kvenna sem ganga um slæðulausar á almannafæri. Þá hafa myndbönd af slæðulausum konum og árásum á þær hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Ofbeldi, aftökur og eitranir Eftir dauða Amini brutust út mikil mótmæli í Íran þar sem þúsundir manna flykktust út á götur landsins. Konur í Íran og víða annars staðar um heim tóku af sér höfuðslæðurnar og klipptu á sér hárið í mótmælaskyni. Ung kona klippir á sér hárið í mótmælaskyni.Getty/Sean Gallup Öryggissveitir landsins brugðust við mótmælunum með mikilli hörku og létust margir almennir borgar, þar á meðal fjöldi barna. Einnig voru tugir mótmælenda teknir af lífi fyrir þátttöku sína í mótmælunum. Þá veiktust mörg hundruð stúlkur í skólum landsins eftir mótmælin en talið er víst að það hafi verið eitrað fyrir þeim. Á laugardaginn í síðustu viku bárust fréttir af tugum stúlkna í skólum borgarinnar Ardabil sem veiktust alvarlega eftir að hafa fundið sterkan fnyk og síðan bruna í hálsi. Talið er að það sé nýjasta bylgjan af þessum eitrunum. Eftir írönsku byltinguna 1979 hefur írönskum konum verið skylt samkvæmt lögum að bera höfuðslæðu. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Íran greindu frá aðgerðunum í tilkynningu í gær. Þar segir að þær konur sem nást á mynd án höfuðslæðu muni fá „textaskilaboð sem varar þær við afleiðingunum“ eftir að búið er að persónugreina myndefnið. Fjöldi íranskra kvenna hafa sagt skilið við höfuðslæður sínar í mótmælaskyni eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Möhsu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í september á síðasta ári. Hún hafði verið handtekinn fyrir að brjóta í bága við höfuðslæðulög landsins. Þrátt fyrir hörð viðbrögð öryggissveitanna og mikla áhættu á að vera handteknar er enn fjöldi kvenna sem ganga um slæðulausar á almannafæri. Þá hafa myndbönd af slæðulausum konum og árásum á þær hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Ofbeldi, aftökur og eitranir Eftir dauða Amini brutust út mikil mótmæli í Íran þar sem þúsundir manna flykktust út á götur landsins. Konur í Íran og víða annars staðar um heim tóku af sér höfuðslæðurnar og klipptu á sér hárið í mótmælaskyni. Ung kona klippir á sér hárið í mótmælaskyni.Getty/Sean Gallup Öryggissveitir landsins brugðust við mótmælunum með mikilli hörku og létust margir almennir borgar, þar á meðal fjöldi barna. Einnig voru tugir mótmælenda teknir af lífi fyrir þátttöku sína í mótmælunum. Þá veiktust mörg hundruð stúlkur í skólum landsins eftir mótmælin en talið er víst að það hafi verið eitrað fyrir þeim. Á laugardaginn í síðustu viku bárust fréttir af tugum stúlkna í skólum borgarinnar Ardabil sem veiktust alvarlega eftir að hafa fundið sterkan fnyk og síðan bruna í hálsi. Talið er að það sé nýjasta bylgjan af þessum eitrunum. Eftir írönsku byltinguna 1979 hefur írönskum konum verið skylt samkvæmt lögum að bera höfuðslæðu.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24
Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56