Gosið hófst snemma í morgun og hafa yfirvöld á svæðinu varað við að öskusprengingar gætu orðið. Þá hefur verið varað við að gosið gæti haft áhrif á alþjóðaflug og lágflug í grennd við fjallið.
Erlendir fjölmiðlar segja að öskuskýið hafi dreifst til vesturs og suðurs á svæði sem mælist nú 400 sinnum 270 kílómetrar. Fastlega er gert ráð fyrir að askan muni halda áfram að dreifa sér yfir enn stærra svæði.
Skólum í grennd við eldfjallið hefur verið lokað og þá hefur íbúum verið fyrirskipað að halda sér innandyra.
Um 160 eldfjöll er að finna Kamtsjaka-skaga, en innan við þrjátíu þeirra eru virk. Um sextíu stór gos hafa orðið í Shiveluch á síðustu 10 þúsund árum, það síðasta árið 2007.