„Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 13:30 Pavel er að gera góða hluti á Króknum. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum. „Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
„Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira