Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2023 08:00 Rússneskir sérvseitarmenn í skrúðgöngu í Moskvu í maí 2021. Getty/Mikhail Svetlov Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum. Þar er átt við bæði menn sem falla og særast alvarlega. Þetta eru áætlaðar tölur af yfirvöldum í Bandaríkjunum og eru þær meðal þess sem kemur fram í þeim leynilegum skjölum sem ungur bandarískur þjóðvarðliði er sakaður um að hafa lekið á netið, samkvæmt frétt Washington Post. Notaðir sem fótgönguliðar Við hefðbundnar aðstæður ætti að nota Spetsnaz sveitir við leynilegar aðgerðir og upplýsingaöflun. Rússneskir herforingjar hafa þó notað sérsveitarmennina eins og hefðbundið fótgöngulið á víglínunum í Úkraínu. Samkvæmt greinendum í Bandaríkjunum hafa er það að hluta til vegna þess hve illa almennir rússneskir hermenn stóðu sig í upphafi innrásarinnar og þar að auki vegna skorts á almennu fótgönguliði í rússneska hernum. Sagt var frá því síðasta sumar að meðal annars mætti reka slæmt gengi Rússa í borgum og bæjum Úkraínu til þessa skorts á fótgönguliði. Á árunum fyrir innrásina hafði rússneskum atvinnuhermönnum fækkað, á sama tíma og forsvarsmenn hersins fjölguðu herdeildum. Það leiddi til útþynningar í rússneska hernum þar sem hermenn sóttu fram á bryndrekum en höfðu enga fótgönguliða til að styðja bryndrekana, sem er gífurlega mikilvægt í nútímahernaði og sérstaklega þegar barist er í byggðum bólum. Auk þess að nota sérsveitarmenn notuðu herforingjar einnig landgönguliða rússneska flotans og sveitir aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk til að berjast í borgum Úkraínu. Þetta var fyrir að hverkvaðningin í Rússlandi hófst í september. Þá voru á þriðja hundrað þúsund hermanna kvaddir í herinn og hefur hún haldið áfram í smærri sniðum síðan þá. Sjá einnig: Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Í áðurnefndum gögnum kemur fram að eftir haustið 2022 hafi einungis ein af fimm Spetsnaz hersveitum 22. stórfylkis (e. Brigade) í Suður-Rússlandi komið tiltölulega heil út úr átökum undanfarinna mánaða. 22. stórfylki og tvö önnur eru talin hafa orðið fyrir níutíu til 95 prósenta mannfalli, samkvæmt mati Bandaríkjamanna. Skjölin segja ekki til um hve marga hermenn er um að ræða ein vísað er til þess að eitt stórfylki, það 346., hafi misst 775 af níu hundruð hermönnum og benda skjölin til þess að þessar upplýsingar hafi fengist með hlerunum. Annað stórfylki, það 25. virðist ekki hafa skilað sér aftur til herstöðvar þess. Hefðbundinn sérsveitarmaður í Spetsnaz sveitunum fær minnst fjögurra ára þjálfun, samkvæmt áðurnefndum skjölum, og telja Bandaríkjamenn að það muni taka rússneska herinn allt að áratug að koma þessum stórfylkjum í sambærilegt ástand og fyrir innrásina í Úkraínu. Rússneskir hermenn eru við hefðbundnar kringumstæður þjálfaðir innan þeirra herdeilda sem þeir tilheyra og því kostar töpuð reynsla rússneska herinn mjög mikið. Rob Lee, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, sagði Washington Post, að það hvað Rússar misstu mikið af sínum vönustu og best þjálfuðu hermönnum snemma í innrásinni í Úkraínu hafi komið niður á stríðsrekstrinum í framhaldinu. Lee sagði einnig að yfirmaður heils Spetnaz stórfylkis hefði fallið í Vuhledar í austurhluta Úkraínu í febrúar. Það að svo háttsettur yfirmaður hefði verið svo nærri víglínunum væri ekki eðlilegt. „Annað hvort hafa þeir orðið fyrir of miklu mannfalli eða það er verið að nota þá til annarra verka en þeir eru ætlaðir,“ sagði Lee. The brigade commander mentioned was likely Colonel Polyakov. The 14th Spetsnaz Brigade is fighting in Vuhledar. h/t @Arvelleg1 3/https://t.co/Hoe5jwikIt— Rob Lee (@RALee85) February 10, 2023 Gæti komið niður á herkvaðningu Aðrir sérfræðingar segja í samtali við bandaríska miðilinn Defense One að reynslutapið í hersveitum Rússa komi mögulega í veg fyrir að ný umfangsmikil herkvaðning skilaði Rússum miklum árangri. Það skorti reynslumikla hermenn til að þjálfa nýja almennilega. Stjórnvöld í Rússlandi breyttu í vikunni lögum um herkvaðningu svo erfiðara er fyrir menn að komast undan herþjónustu. Sjá einnig: Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Úkraínumenn hafa haldið því fram á undanförnum mánuðum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að boða til annarra umfangsmikillar herkvaðningar og að mögulega myndi hann kveðja allt að fimm hundruð þúsund manns í herinn. Áðurnefndir sérfræðingar sem ræddu við Defense One segja ólíklegt að Rússar hafi burði til að taka á móti svo mörgum nýjum hermönnum og þjálfa þá. Þá segja þeir einnig að Pútín hafi áhyggjur af aukinni óánægju meðal óbreyttra borgara í Rússlandi. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. 14. apríl 2023 10:33 Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum. 13. apríl 2023 16:56 Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. 13. apríl 2023 10:39 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Þar er átt við bæði menn sem falla og særast alvarlega. Þetta eru áætlaðar tölur af yfirvöldum í Bandaríkjunum og eru þær meðal þess sem kemur fram í þeim leynilegum skjölum sem ungur bandarískur þjóðvarðliði er sakaður um að hafa lekið á netið, samkvæmt frétt Washington Post. Notaðir sem fótgönguliðar Við hefðbundnar aðstæður ætti að nota Spetsnaz sveitir við leynilegar aðgerðir og upplýsingaöflun. Rússneskir herforingjar hafa þó notað sérsveitarmennina eins og hefðbundið fótgöngulið á víglínunum í Úkraínu. Samkvæmt greinendum í Bandaríkjunum hafa er það að hluta til vegna þess hve illa almennir rússneskir hermenn stóðu sig í upphafi innrásarinnar og þar að auki vegna skorts á almennu fótgönguliði í rússneska hernum. Sagt var frá því síðasta sumar að meðal annars mætti reka slæmt gengi Rússa í borgum og bæjum Úkraínu til þessa skorts á fótgönguliði. Á árunum fyrir innrásina hafði rússneskum atvinnuhermönnum fækkað, á sama tíma og forsvarsmenn hersins fjölguðu herdeildum. Það leiddi til útþynningar í rússneska hernum þar sem hermenn sóttu fram á bryndrekum en höfðu enga fótgönguliða til að styðja bryndrekana, sem er gífurlega mikilvægt í nútímahernaði og sérstaklega þegar barist er í byggðum bólum. Auk þess að nota sérsveitarmenn notuðu herforingjar einnig landgönguliða rússneska flotans og sveitir aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk til að berjast í borgum Úkraínu. Þetta var fyrir að hverkvaðningin í Rússlandi hófst í september. Þá voru á þriðja hundrað þúsund hermanna kvaddir í herinn og hefur hún haldið áfram í smærri sniðum síðan þá. Sjá einnig: Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Í áðurnefndum gögnum kemur fram að eftir haustið 2022 hafi einungis ein af fimm Spetsnaz hersveitum 22. stórfylkis (e. Brigade) í Suður-Rússlandi komið tiltölulega heil út úr átökum undanfarinna mánaða. 22. stórfylki og tvö önnur eru talin hafa orðið fyrir níutíu til 95 prósenta mannfalli, samkvæmt mati Bandaríkjamanna. Skjölin segja ekki til um hve marga hermenn er um að ræða ein vísað er til þess að eitt stórfylki, það 346., hafi misst 775 af níu hundruð hermönnum og benda skjölin til þess að þessar upplýsingar hafi fengist með hlerunum. Annað stórfylki, það 25. virðist ekki hafa skilað sér aftur til herstöðvar þess. Hefðbundinn sérsveitarmaður í Spetsnaz sveitunum fær minnst fjögurra ára þjálfun, samkvæmt áðurnefndum skjölum, og telja Bandaríkjamenn að það muni taka rússneska herinn allt að áratug að koma þessum stórfylkjum í sambærilegt ástand og fyrir innrásina í Úkraínu. Rússneskir hermenn eru við hefðbundnar kringumstæður þjálfaðir innan þeirra herdeilda sem þeir tilheyra og því kostar töpuð reynsla rússneska herinn mjög mikið. Rob Lee, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, sagði Washington Post, að það hvað Rússar misstu mikið af sínum vönustu og best þjálfuðu hermönnum snemma í innrásinni í Úkraínu hafi komið niður á stríðsrekstrinum í framhaldinu. Lee sagði einnig að yfirmaður heils Spetnaz stórfylkis hefði fallið í Vuhledar í austurhluta Úkraínu í febrúar. Það að svo háttsettur yfirmaður hefði verið svo nærri víglínunum væri ekki eðlilegt. „Annað hvort hafa þeir orðið fyrir of miklu mannfalli eða það er verið að nota þá til annarra verka en þeir eru ætlaðir,“ sagði Lee. The brigade commander mentioned was likely Colonel Polyakov. The 14th Spetsnaz Brigade is fighting in Vuhledar. h/t @Arvelleg1 3/https://t.co/Hoe5jwikIt— Rob Lee (@RALee85) February 10, 2023 Gæti komið niður á herkvaðningu Aðrir sérfræðingar segja í samtali við bandaríska miðilinn Defense One að reynslutapið í hersveitum Rússa komi mögulega í veg fyrir að ný umfangsmikil herkvaðning skilaði Rússum miklum árangri. Það skorti reynslumikla hermenn til að þjálfa nýja almennilega. Stjórnvöld í Rússlandi breyttu í vikunni lögum um herkvaðningu svo erfiðara er fyrir menn að komast undan herþjónustu. Sjá einnig: Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Úkraínumenn hafa haldið því fram á undanförnum mánuðum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að boða til annarra umfangsmikillar herkvaðningar og að mögulega myndi hann kveðja allt að fimm hundruð þúsund manns í herinn. Áðurnefndir sérfræðingar sem ræddu við Defense One segja ólíklegt að Rússar hafi burði til að taka á móti svo mörgum nýjum hermönnum og þjálfa þá. Þá segja þeir einnig að Pútín hafi áhyggjur af aukinni óánægju meðal óbreyttra borgara í Rússlandi.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. 14. apríl 2023 10:33 Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum. 13. apríl 2023 16:56 Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. 13. apríl 2023 10:39 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. 14. apríl 2023 10:33
Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum. 13. apríl 2023 16:56
Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. 13. apríl 2023 10:39
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37