Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 11:26 Vladímír Kara-Murza í dómsal í febrúar. Hann var sakfelldur fyrir landráð og fyrir að níða rússneska herinn. AP Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira