Skrefi nær leyndardómi risasvartholsstróka Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 15:13 Mynd GMVA-sjónaukanetsins af risasvartholinu í miðju M87. Innfellda myndin sýnir skugga svartholsins á efnisskífu sem umlykur það og upptök stróks sem stendur frá því. R.-S. Lu (SHAO), E. Ros (MPIfR), S. Dagnello (NRAO/AUI/NSF) Skuggi risasvarthols í nágrannavetrarbraut okkar og kröftugur strókur efns sem stafar frá því sjást í fyrsta skipti saman á einni mynd sem alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tókst að ná. Myndin hjálpar vísindamönnum að skilja hvernig svarthol þeyta burtu efni í slíkum strókum. Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu. Geimurinn Vísindi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira