Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 12:46 Öldungadeildarþingkonur Repúblikanaflokksins í Suður-Karólínu fengu sendar hryggjasúlur frá hóp sem vill banna þungunarrof alfarið. Um var að ræða skilabð undir rós um að sýna dug, „show some spine“. Það gerðu þær en fyrir annan málstað. AP/Jeffrey Collins Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku meðgöngu í bæði Suður-Karólínu og Nebraska. Í fyrrnefnda ríkinu stóð til að banna það nær alfarið og í því síðarnefnda að takmarka það við sex vikur. Í Suður-Karólínu voru það konurnar fimm sem eiga sæti í öldungadeild ríkisins, þrír Repúblikanar og tveir Demókratar, sem stóð vörðinn. Ein þeirra, Repúblikaninn Sandy Senn, sagði samþykkt frumvarpsins myndu setja konur í þá stöðu að vera á forræði ríkisins, líkt og í skáldsögunni Saga þernunnar. Senn sagði lagasetningu um þungunarrof „alltaf, hver einasta, snúist um stjórnun; svo einfalt er það. Og í öldungadeildinni fara karlmenn með völdin,“ sagði hún. „Það eina sem við getum gert þegar þið, karlmennirnir hér í þessum sal, sláið konur ítrekað niður með því að fjalla aftur og aftur um þungunarrof, er að slá ykkur til baka með orðum okkar,“ sagði hún á þinginu. Í Nebraska sat öldungadeildarþingmaðurinn Merv Riepe hjá, þar sem hann hafði áhyggjur af því að sex vikur væru ekki nógur tími fyrir konur til að átta sig á því að þær væru þungaðar. „Þegar allt kemur til alls þá þarf ég að geta litið til baka og svarað spurningunni: Gerði ég það besta í stöðunni? Enginn hópur leitaði til mín og bað mig um að gera þetta. Þetta snýst um mína eigin afstöðu, mína eigin skuldbindingu,“ sagði Riepe í samtali við Flatwater Free Press. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska, var síður en svo ánægður með Riepe og biðlaði hann í yfirlýsingu um að endurskoða afstöðu sína og standa við þær yfirlýsingar sem hann hefði gefið út um „líf“. Niðurstaðan í báðum ríkjum vakti mikla athygli vestanhafs en margir hafa sett tíðindin í samhengi við aukin ugg meðal Repúblikana um að binda sig um of við þungunarrofsumræðuna í aðdraganda kosninga, þar sem meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku meðgöngu í bæði Suður-Karólínu og Nebraska. Í fyrrnefnda ríkinu stóð til að banna það nær alfarið og í því síðarnefnda að takmarka það við sex vikur. Í Suður-Karólínu voru það konurnar fimm sem eiga sæti í öldungadeild ríkisins, þrír Repúblikanar og tveir Demókratar, sem stóð vörðinn. Ein þeirra, Repúblikaninn Sandy Senn, sagði samþykkt frumvarpsins myndu setja konur í þá stöðu að vera á forræði ríkisins, líkt og í skáldsögunni Saga þernunnar. Senn sagði lagasetningu um þungunarrof „alltaf, hver einasta, snúist um stjórnun; svo einfalt er það. Og í öldungadeildinni fara karlmenn með völdin,“ sagði hún. „Það eina sem við getum gert þegar þið, karlmennirnir hér í þessum sal, sláið konur ítrekað niður með því að fjalla aftur og aftur um þungunarrof, er að slá ykkur til baka með orðum okkar,“ sagði hún á þinginu. Í Nebraska sat öldungadeildarþingmaðurinn Merv Riepe hjá, þar sem hann hafði áhyggjur af því að sex vikur væru ekki nógur tími fyrir konur til að átta sig á því að þær væru þungaðar. „Þegar allt kemur til alls þá þarf ég að geta litið til baka og svarað spurningunni: Gerði ég það besta í stöðunni? Enginn hópur leitaði til mín og bað mig um að gera þetta. Þetta snýst um mína eigin afstöðu, mína eigin skuldbindingu,“ sagði Riepe í samtali við Flatwater Free Press. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska, var síður en svo ánægður með Riepe og biðlaði hann í yfirlýsingu um að endurskoða afstöðu sína og standa við þær yfirlýsingar sem hann hefði gefið út um „líf“. Niðurstaðan í báðum ríkjum vakti mikla athygli vestanhafs en margir hafa sett tíðindin í samhengi við aukin ugg meðal Repúblikana um að binda sig um of við þungunarrofsumræðuna í aðdraganda kosninga, þar sem meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira