Ætla að dæla félagslegu húsnæði út á markaðinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. apríl 2023 16:01 Pedro Sanchéz, forsætisráðherra Spánar (t.v.) og Alberto Nuñez Feijoo, formaður Partido Popular, stærsta stjórnarandstöðuflokks Spánar. Ríkisstjórn Spánar hefur samþykkt ný húsnæðislög sem eiga að koma hinum efnaminnstu til góða, en stjórnarandstaðan sakar hann um lýðskrum í aðdraganda sveitarstjórnarkosnins þ. 28. maí. Alberto Ortega/Getty Images Spænsk stjórnvöld hafa samþykkt áætlun sem miðar að því að að koma 50.000 félagslegum íbúðum út á leigumarkaðinn á næstu árum. Veglegt loforð stjórnvalda er kynnt almenningi mánuði fyrir sveitarstjórnar- og sjálfsstjórnarhéraðskosningar í landinu. Húsnæði síðan í fjármálakreppunni Íbúðirnar sem Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins, ætlar að dæla út á leigumarkaðinn, eru í eigu ríkisbankans SAREB, sem var stofnaður í miðri fjármála- og fasteignakreppunni árið 2012. Bankinn sópaði upp eigum þrotabúa og hefur það hlutverk að halda utan um lán og eignir gjaldþrota fyrirtækja og koma þeim í verð og út á markaðinn. Þar á meðal eru tugþúsundir fasteigna. Ný húsnæðislög voru samþykkt í fyrradag Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var samþykkt sem lög frá spænska þinginu á fimmtudag, setur þriggja prósenta þak á hækkun leiguverðs á næsta ári og gerir ráð fyrir að svipað þak verði á hækkunum leigu á næstu árum. Búin verður til ný vísitala til að ákvarða leiguverð og hækkun þess, og verðbólguaukningu þannig kippt úr sambandi. Á síðasta ári var sett tveggja prósenta þak á leyfilega hækkun húsaleigu til að reyna að stemma stigu við hratt vaxandi verðbólgu í landinu, en hún er nú aftur á niðurleið. Húsnæðismál eru eitt stærsta vandamál Spánar Hátt leigu- og fasteignaverð og mikið atvinnuleysi er eitt helsta vandamál ungs fólks og tekjulágra á Spáni. Ungt fólk neyðist oft til að búa hjá foreldrum sínum langt fram eftir fullorðinsárunum. Sakaður um lýðskrum í aðdraganda kosninga Rétt er að hafa í huga að sveitarstjórnarkosningar og héraðskosningar sjálfsstjórnarhéraðanna fara fram á Spáni í næsta mánuði og þingkosningar síðar á árinu. Húsnæðismál eru á forræði sjálfsstjórnarhéraðanna og því með öllu óvíst hversu vel Sanchez og sósíalistum tekst að uppfylla loforð þessa frumvarps. Hægri flokkurinn, Partido Popular, heldur víða um stjórnvölinn á Spáni og hann hefur lýst mikilli andstöðu við þessar hugmyndir vinstri manna. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld lofa einhverju í aðdraganda kosninga sem þeim reynist ekki unnt að standa við. Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Húsnæði síðan í fjármálakreppunni Íbúðirnar sem Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins, ætlar að dæla út á leigumarkaðinn, eru í eigu ríkisbankans SAREB, sem var stofnaður í miðri fjármála- og fasteignakreppunni árið 2012. Bankinn sópaði upp eigum þrotabúa og hefur það hlutverk að halda utan um lán og eignir gjaldþrota fyrirtækja og koma þeim í verð og út á markaðinn. Þar á meðal eru tugþúsundir fasteigna. Ný húsnæðislög voru samþykkt í fyrradag Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var samþykkt sem lög frá spænska þinginu á fimmtudag, setur þriggja prósenta þak á hækkun leiguverðs á næsta ári og gerir ráð fyrir að svipað þak verði á hækkunum leigu á næstu árum. Búin verður til ný vísitala til að ákvarða leiguverð og hækkun þess, og verðbólguaukningu þannig kippt úr sambandi. Á síðasta ári var sett tveggja prósenta þak á leyfilega hækkun húsaleigu til að reyna að stemma stigu við hratt vaxandi verðbólgu í landinu, en hún er nú aftur á niðurleið. Húsnæðismál eru eitt stærsta vandamál Spánar Hátt leigu- og fasteignaverð og mikið atvinnuleysi er eitt helsta vandamál ungs fólks og tekjulágra á Spáni. Ungt fólk neyðist oft til að búa hjá foreldrum sínum langt fram eftir fullorðinsárunum. Sakaður um lýðskrum í aðdraganda kosninga Rétt er að hafa í huga að sveitarstjórnarkosningar og héraðskosningar sjálfsstjórnarhéraðanna fara fram á Spáni í næsta mánuði og þingkosningar síðar á árinu. Húsnæðismál eru á forræði sjálfsstjórnarhéraðanna og því með öllu óvíst hversu vel Sanchez og sósíalistum tekst að uppfylla loforð þessa frumvarps. Hægri flokkurinn, Partido Popular, heldur víða um stjórnvölinn á Spáni og hann hefur lýst mikilli andstöðu við þessar hugmyndir vinstri manna. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld lofa einhverju í aðdraganda kosninga sem þeim reynist ekki unnt að standa við.
Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira