Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2023 07:47 Lögreglustjórinn Greg Capers og fulltrúi FBI ræddu við fjölmiðla í gærkvöldi eftir að Francisco Oropeza hafði verið handtekinn. AP Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir lögreglustjóranum Greg Capers að Francisco Oropesa hafi verið handtekinn á heimili í bænum Cut and Shoot þar sem hann hafði falið sig undir þvotti eftir að lögregla kom á staðinn. Lögregla sakar manninn um að hafa skotið fimm nágranna sína í kjölfar deilna sem blossuðu upp eftir að Oropesa hafði hafnað óskum nágranna sinna að hætta að æfa sig að skjóta úr AR-15, hálfsjálfvirkum riffli. Leit yfirvalda að Francisco Oropesa stóð í um fjóra sólarhringa.AP Hin látnu voru öll frá Hondúras –28 ára kona, 21 árs kona, 31 árs kona, átján ára piltur og níu ára drengur. Capers segir að lögregla hafi komist á snoðir um Oropesa eftir að ábending barst frá almenningi til alríkislögreglunnar. Hann hafi verið handtekinn einungis um klukkutíma eftir að ábendingin barst. Fulltrúar á vegum fjölda stofnana höfðu þá þegar tekið þátt í leitinni að hinum grunaða í um fjóra sólarhringa, meðal annars í Mexíkó. Yfirvöld höfðu þá boðið 80 þúsund bandaríkjadala, um ellefu milljónir króna, fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku í málinu. Oropesa var handtekinn í húsi í um sextán kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem skotárásin var framin. Capers segir að rannsókn sé nú hafin á hvernig maðurinn hafi komist yfir vopnið sem notað var í árásinni. Enginn annar hafi enn verið handtekinn en verið er að yfirheyra fólk sem einnig var í húsinu þar sem maðurinn var handtekinn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir lögreglustjóranum Greg Capers að Francisco Oropesa hafi verið handtekinn á heimili í bænum Cut and Shoot þar sem hann hafði falið sig undir þvotti eftir að lögregla kom á staðinn. Lögregla sakar manninn um að hafa skotið fimm nágranna sína í kjölfar deilna sem blossuðu upp eftir að Oropesa hafði hafnað óskum nágranna sinna að hætta að æfa sig að skjóta úr AR-15, hálfsjálfvirkum riffli. Leit yfirvalda að Francisco Oropesa stóð í um fjóra sólarhringa.AP Hin látnu voru öll frá Hondúras –28 ára kona, 21 árs kona, 31 árs kona, átján ára piltur og níu ára drengur. Capers segir að lögregla hafi komist á snoðir um Oropesa eftir að ábending barst frá almenningi til alríkislögreglunnar. Hann hafi verið handtekinn einungis um klukkutíma eftir að ábendingin barst. Fulltrúar á vegum fjölda stofnana höfðu þá þegar tekið þátt í leitinni að hinum grunaða í um fjóra sólarhringa, meðal annars í Mexíkó. Yfirvöld höfðu þá boðið 80 þúsund bandaríkjadala, um ellefu milljónir króna, fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku í málinu. Oropesa var handtekinn í húsi í um sextán kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem skotárásin var framin. Capers segir að rannsókn sé nú hafin á hvernig maðurinn hafi komist yfir vopnið sem notað var í árásinni. Enginn annar hafi enn verið handtekinn en verið er að yfirheyra fólk sem einnig var í húsinu þar sem maðurinn var handtekinn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25
Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49