Að meðaltali frekar fínt Guðbrandur Einarsson skrifar 4. maí 2023 07:31 Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað. Á sama tíma og þetta er staðan mætir seðlabankastjóri á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og tilkynnir að skuldastaða heimilanna sé almennt góð, eða að meðaltali 150% af ráðstöfunartekjum. Hvað segir svona tala okkur? Ung fjölskylda fjárfestir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostar 70 milljón krónur. Þessi fjölskylda er með eina milljón í ráðstöfunartekjur eftir að búið er að greiða skatta. Hún greiðir út 20% af kaupverði, eða 14 milljónir, sem hún hafði safnað í mörg ár og tekur lán fyrir eftirstöðvunum upp á 56 milljón krónur. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar eru 12 milljónir á ári og skuldin því 466% af ráðstöfunartekjum heimilisins. Langt frá meðaltalinu sem seðlabankastjóri talar um. Þau þyrftu að skulda 18 milljónir en ekki 56 til að hanga í meðaltali Seðlabankans. Einstaklingur með 600 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, eða 7,2 milljónir á ári, kaupir sér íbúð á 50 milljónir. Hann greiðir 20% út og tekur lán fyrir eftirstöðvunum, 40 milljón krónum. Þessi einstaklingur skuldar 555% af ráðstöfunartekjum sínum og er enn lengra frá 150% meðaltalinu sem Seðlabankinn ber á borð. Þessi einstaklingur mætti skulda 10,8 milljónir en ekki 40 til að vera í meðaltalinu. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði á undanförnum árum býr í allt öðrum veruleika en þeim sem Seðlabankinn miðar við. Þótt skuldahlutfall sé að meðaltali ásættanlegt þá er staðreyndin að í þessu landi búa tvær þjóðir: Þau sem eiga og þau sem skulda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Fasteignamarkaður Seðlabankinn Guðbrandur Einarsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað. Á sama tíma og þetta er staðan mætir seðlabankastjóri á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og tilkynnir að skuldastaða heimilanna sé almennt góð, eða að meðaltali 150% af ráðstöfunartekjum. Hvað segir svona tala okkur? Ung fjölskylda fjárfestir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostar 70 milljón krónur. Þessi fjölskylda er með eina milljón í ráðstöfunartekjur eftir að búið er að greiða skatta. Hún greiðir út 20% af kaupverði, eða 14 milljónir, sem hún hafði safnað í mörg ár og tekur lán fyrir eftirstöðvunum upp á 56 milljón krónur. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar eru 12 milljónir á ári og skuldin því 466% af ráðstöfunartekjum heimilisins. Langt frá meðaltalinu sem seðlabankastjóri talar um. Þau þyrftu að skulda 18 milljónir en ekki 56 til að hanga í meðaltali Seðlabankans. Einstaklingur með 600 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, eða 7,2 milljónir á ári, kaupir sér íbúð á 50 milljónir. Hann greiðir 20% út og tekur lán fyrir eftirstöðvunum, 40 milljón krónum. Þessi einstaklingur skuldar 555% af ráðstöfunartekjum sínum og er enn lengra frá 150% meðaltalinu sem Seðlabankinn ber á borð. Þessi einstaklingur mætti skulda 10,8 milljónir en ekki 40 til að vera í meðaltalinu. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði á undanförnum árum býr í allt öðrum veruleika en þeim sem Seðlabankinn miðar við. Þótt skuldahlutfall sé að meðaltali ásættanlegt þá er staðreyndin að í þessu landi búa tvær þjóðir: Þau sem eiga og þau sem skulda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar