Skaut konu og fimm börn til bana og svipti sig svo lífi Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2023 23:54 Justin Webster og eiginkona hans Ashleigh. Dóttir þeirra, Ivy, var ein þeirra sem var myrt. AP/Sean Murphy Dæmdur kynferðisbrotamaður sem sleppt var snemma úr fangelsi, skaut eiginkonu sína, þrjú börn hennar og tvær táningsstúlkur sem voru í heimsókn öll til bana í Oklahoma á dögunum. Hann beindi síðan byssu sinni að sjálfum sér en spurningar hafa vaknað um af hverju maðurinn gekk laus. Lögreglan segir Jesse McFadden hafa skotið öll fórnarlömb sín í höfuðið minnst einu sinni en líkin sjö fundust í læk í skógi skammt frá heimili McFadden og eiginkonu hans. „Það bendir allt til þess að Jesse McFadden hafi myrt sex manns og svo skotið sjálfan sig,“ sagði Joe Prentice, fógeti, í kvöld samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist ekkert liggja fyrir um af hverju McFadden framdi þetta ódæði. McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003. Þá hafði hann bundið sautján ára stúlku, hótað henni með hnífi og nauðgað henni og var hann dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. Honum var þó sleppt úr fangelsi í október 2020. Hann átti svo að mæta í dómsal á mánudaginn þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Líkin sjö fundust í læk skammt frá húsi fjölskyldunnar.AP/Nathan J. Fish Braut af sér í fangelsi en var sleppt Þessi brot átti McFadden að hafa framið árið 2016, er hann var í fangelsi en AP segir hann hafa sent ungu konunni, sem hann reyndi að fá nektarmyndir frá þegar hún var barn, skilaboð á dögunum og skammað hana fyrir að hafa eyðilagt líf hans. „Það er allt farið. Ég sagði þér að ég færi aldrei aftur,“ sendi hann konunni ungu. Hann kenndi henni um að hann væri mögulega aftur á leið í fangelsi. Prentice sagði í kvöld að skiljanlegt væri að fólk vildi átta sig á því hvað gerðist en venjulegt fólk gæti það ekki. „Fólk sem fremur svona glæpi er illt og venjulegt fólk getur ekki skilið af hverju þau gera það,“ sagði hann. AP fréttaveitan segir að leitin hafi hafist þegar McFadden mætti ekki í dómsal á mánudaginn en þá var einnig verið að leita að tveimur táningsstúlkum sem voru í heimsókn hjá fjölskyldu hans yfir helgina. Nú eru ættingjar fórnarlamba hans að spyrja af hverju honum var sleppt árið 2020. Þá var honum sleppt þremur árum áður en hann átti að losna, vegna góðrar hegðunar. Það var þrátt fyrir að hann var þá sakaður um vörslu barnakláms og um að reyna að plata táningsstúlku til að senda sér nektarmyndir. Justin Webster, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Ivy Webster, sem McFadden myrti, sagði í viðtali við AP að það þyrftu að vera afleiðingar vegna þessa máls. „Þeir hleyptu þessu skrímsli út. Þeir gerðu þetta,“ sagði hann. McFadden giftist Holly Guess í maí í fyrra en óljóst er hvort hún þekkti bakgrunn hans. Janette Mayo, móðir hennar, segir svo ekki vera. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Mayo segir að hann hafi logið að dóttur hennar og sannfært hana um að um misskilning væri að ræða. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Lögreglan segir Jesse McFadden hafa skotið öll fórnarlömb sín í höfuðið minnst einu sinni en líkin sjö fundust í læk í skógi skammt frá heimili McFadden og eiginkonu hans. „Það bendir allt til þess að Jesse McFadden hafi myrt sex manns og svo skotið sjálfan sig,“ sagði Joe Prentice, fógeti, í kvöld samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist ekkert liggja fyrir um af hverju McFadden framdi þetta ódæði. McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003. Þá hafði hann bundið sautján ára stúlku, hótað henni með hnífi og nauðgað henni og var hann dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. Honum var þó sleppt úr fangelsi í október 2020. Hann átti svo að mæta í dómsal á mánudaginn þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Líkin sjö fundust í læk skammt frá húsi fjölskyldunnar.AP/Nathan J. Fish Braut af sér í fangelsi en var sleppt Þessi brot átti McFadden að hafa framið árið 2016, er hann var í fangelsi en AP segir hann hafa sent ungu konunni, sem hann reyndi að fá nektarmyndir frá þegar hún var barn, skilaboð á dögunum og skammað hana fyrir að hafa eyðilagt líf hans. „Það er allt farið. Ég sagði þér að ég færi aldrei aftur,“ sendi hann konunni ungu. Hann kenndi henni um að hann væri mögulega aftur á leið í fangelsi. Prentice sagði í kvöld að skiljanlegt væri að fólk vildi átta sig á því hvað gerðist en venjulegt fólk gæti það ekki. „Fólk sem fremur svona glæpi er illt og venjulegt fólk getur ekki skilið af hverju þau gera það,“ sagði hann. AP fréttaveitan segir að leitin hafi hafist þegar McFadden mætti ekki í dómsal á mánudaginn en þá var einnig verið að leita að tveimur táningsstúlkum sem voru í heimsókn hjá fjölskyldu hans yfir helgina. Nú eru ættingjar fórnarlamba hans að spyrja af hverju honum var sleppt árið 2020. Þá var honum sleppt þremur árum áður en hann átti að losna, vegna góðrar hegðunar. Það var þrátt fyrir að hann var þá sakaður um vörslu barnakláms og um að reyna að plata táningsstúlku til að senda sér nektarmyndir. Justin Webster, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Ivy Webster, sem McFadden myrti, sagði í viðtali við AP að það þyrftu að vera afleiðingar vegna þessa máls. „Þeir hleyptu þessu skrímsli út. Þeir gerðu þetta,“ sagði hann. McFadden giftist Holly Guess í maí í fyrra en óljóst er hvort hún þekkti bakgrunn hans. Janette Mayo, móðir hennar, segir svo ekki vera. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Mayo segir að hann hafi logið að dóttur hennar og sannfært hana um að um misskilning væri að ræða.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00
Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38