Höfuðkúpubrotnaði eftir hnefahögg á djamminu Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 13:59 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrinda manni fyrir utan skemmtistað á Reykjanesi í október árið 2021. Hlaut árásarþoli höfuðkúpubrot og alvarlega varanlega áverka á höfði. Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðarins en samkvæmt vitnum hafði árásarþoli verið utan í árásarmanninum allt kvöldið. Sá síðarnefndi hafi augljóslega lítið viljað með hann hafa. Í skýrslu lögreglu sagði árásarmaðurinn að þeir þekktust ekki mikið en væru kunningjar af djamminu. Árásarþoli hafi verið mjög æstur og árásargjarn umrætt kvöld en eftir lokun skemmtistaðarins hafi hann verið í því að ýta í fólk fyrir utan staðinn. Bað hann manninn um að hætta því og í kjölfar þess reis ágreiningur þeirra á milli sem endaði með því að árásarmaðurinn kýldi árásarþola með krepptum hnefa undir hökuna. Við höggið féll maðurinn aftur fyrir sig og skallaði jörðina. Við það hlaut hann blæðingu eða mar í og við heila og höfuðkúpubrot. Blæðingin var svo mikil að hún olli þrýstingi á heilavef og því þurfti að framkvæma bráðaaðgerð á manninum til að tæma út blæðingu og létta á þrýstingi. Fela áverkarnir í sér hugræna skerðingu, hafa áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Árásarmaðurinn var samvinnuþýður við rannsókn lögreglu og fyrir dómi játaði hann brot sitt skýlaust. Sagði lögmaður hans að þetta eina högg hafi þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Afleiðingarnar hafi í raun verið óhappatilvik þar sem aðferðin í sjálfu sér hafi ekki verið hættuleg. Héraðsdómi Reykjaness þótti sex mánaða skilorðsbundin fangelsisvist rétt í málinu og er honum gert að greiða árásarþola tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Næturlíf Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðarins en samkvæmt vitnum hafði árásarþoli verið utan í árásarmanninum allt kvöldið. Sá síðarnefndi hafi augljóslega lítið viljað með hann hafa. Í skýrslu lögreglu sagði árásarmaðurinn að þeir þekktust ekki mikið en væru kunningjar af djamminu. Árásarþoli hafi verið mjög æstur og árásargjarn umrætt kvöld en eftir lokun skemmtistaðarins hafi hann verið í því að ýta í fólk fyrir utan staðinn. Bað hann manninn um að hætta því og í kjölfar þess reis ágreiningur þeirra á milli sem endaði með því að árásarmaðurinn kýldi árásarþola með krepptum hnefa undir hökuna. Við höggið féll maðurinn aftur fyrir sig og skallaði jörðina. Við það hlaut hann blæðingu eða mar í og við heila og höfuðkúpubrot. Blæðingin var svo mikil að hún olli þrýstingi á heilavef og því þurfti að framkvæma bráðaaðgerð á manninum til að tæma út blæðingu og létta á þrýstingi. Fela áverkarnir í sér hugræna skerðingu, hafa áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Árásarmaðurinn var samvinnuþýður við rannsókn lögreglu og fyrir dómi játaði hann brot sitt skýlaust. Sagði lögmaður hans að þetta eina högg hafi þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Afleiðingarnar hafi í raun verið óhappatilvik þar sem aðferðin í sjálfu sér hafi ekki verið hættuleg. Héraðsdómi Reykjaness þótti sex mánaða skilorðsbundin fangelsisvist rétt í málinu og er honum gert að greiða árásarþola tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Næturlíf Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira