Laun venjulega fólksins lækka en laun hinna efnuðu hækka Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. maí 2023 15:01 Getty Images Raunlaun vinnandi fólks á Spáni lækkuðu um fimm og hálft prósent í fyrra og á heimsvísu lækkuðu laun vinnandi fólks. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda í fyrirtækjum um tæplega 10 prósent. Verðbólgan étur upp launahækkanir almennra launþega Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam, sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum. Þessi launalækkun á Spáni þýðir að hver maður hafði í raun að meðaltali 1.523 evrum minna til ráðstöfunar í fyrra en árið áður. Að meðaltali lækkuðu laun á heimsvísu um 3,19%, en vegna lítilla launahækkana á Spáni var lækkunin meiri þar en víðast annars staðar. Þetta þýðir með öðrum orðum að launahækkanir venjulegs fólks héldu að engu leyti í við aukna verðbólgu sem rakin er til Covid-farsóttarinnar og stríðsins í Úkraínu. Getty Images Stjórnendur fá miklu meiri launahækkanir en aðrir Þessi veruleiki almennra launþega er í hróplegu ósamræmi við himinháan arð fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Arðgreiðslur þeirra hækkuðu um 26,8% og námu alls um 26 milljörðum evra. Þá kemur fram í gögnum Oxfam að undantekning frá þessum versnandi kjörum vinnandi fólks, eru stjórnendur fyrirtækja. Laun þeirra hækkuðu að meðaltali um tæp 10 prósent þegar búið er að draga verðbólguáhrif frá, en um 16 prósent ef ekki er leiðrétt fyrir verðbólguáhrifum. Með 147-föld árslaun Spænskur verkamaður þarf að vinna í 147 ár til að afla árslauna stjórnenda hjá 35 efstu fyrirtækjunum í spænsku kauphöllinni. Með öðrum orðum, stjórnendur þessara fyrirtækja eru með 147-föld verkamannalaun á mánuði. Oxfam segir í greiningu sinni að óhóflegar arðgreiðslur til hluthafa komi einungis auðugasta hluta samfélagsins til góða og auki ójöfnuð. Á Spáni endar 86% arðgreiðslna í vasa þeirra 10 prósenta sem eiga mestan pening fyrir. Amitabh Behar, forstjóri Oxfam Intermón, segir að á sama tíma og eigendur og stjórnendur fyrirtækja haldi því fram að ekki sé borð fyrir báru til launahækkana þá gildni bankainnistæður hinna ríku sem aldrei fyrr. Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Verðbólgan étur upp launahækkanir almennra launþega Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam, sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum. Þessi launalækkun á Spáni þýðir að hver maður hafði í raun að meðaltali 1.523 evrum minna til ráðstöfunar í fyrra en árið áður. Að meðaltali lækkuðu laun á heimsvísu um 3,19%, en vegna lítilla launahækkana á Spáni var lækkunin meiri þar en víðast annars staðar. Þetta þýðir með öðrum orðum að launahækkanir venjulegs fólks héldu að engu leyti í við aukna verðbólgu sem rakin er til Covid-farsóttarinnar og stríðsins í Úkraínu. Getty Images Stjórnendur fá miklu meiri launahækkanir en aðrir Þessi veruleiki almennra launþega er í hróplegu ósamræmi við himinháan arð fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Arðgreiðslur þeirra hækkuðu um 26,8% og námu alls um 26 milljörðum evra. Þá kemur fram í gögnum Oxfam að undantekning frá þessum versnandi kjörum vinnandi fólks, eru stjórnendur fyrirtækja. Laun þeirra hækkuðu að meðaltali um tæp 10 prósent þegar búið er að draga verðbólguáhrif frá, en um 16 prósent ef ekki er leiðrétt fyrir verðbólguáhrifum. Með 147-föld árslaun Spænskur verkamaður þarf að vinna í 147 ár til að afla árslauna stjórnenda hjá 35 efstu fyrirtækjunum í spænsku kauphöllinni. Með öðrum orðum, stjórnendur þessara fyrirtækja eru með 147-föld verkamannalaun á mánuði. Oxfam segir í greiningu sinni að óhóflegar arðgreiðslur til hluthafa komi einungis auðugasta hluta samfélagsins til góða og auki ójöfnuð. Á Spáni endar 86% arðgreiðslna í vasa þeirra 10 prósenta sem eiga mestan pening fyrir. Amitabh Behar, forstjóri Oxfam Intermón, segir að á sama tíma og eigendur og stjórnendur fyrirtækja haldi því fram að ekki sé borð fyrir báru til launahækkana þá gildni bankainnistæður hinna ríku sem aldrei fyrr.
Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira