Sex skilorðsbundnir mánuðir fyrir stórfellda líkamsárás við Paddy's Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 16:20 Árásin varð fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ. Vísir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Paddy's í Reykjanesbæ í október 2021. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða brotaþolanum, karlmanni á fimmtugsaldri, tvær milljónir króna í miskabætur. Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01