Evrópskt hlaðborð eða súrt hvalkjöt? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:01 Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín. Hún kynntist maka sínum og varð ólétt. Hún hafði þá klárað námið og hafið störf á þýskri auglýsingastofu en hélt aftur heim, reynslunni ríkari og til að vera nær fjölskyldu sinni þegar barnið kom í heiminn. Barnið fæddist nýlega, öllum heilsast vel og unga parið er um þessar mundir eftirsótt á íslenskum vinnumarkaði enda vel menntuð með alþjóðlega reynslu og fær í flestan sjó. Flest þekkjum við sambærilegar sögur úr nærumhverfi okkar. Lífsgæði EES Mikilvægt er að hafa það hugfast um þessar mundir að lunga þessara lífsgæða sem við teljum til sjálfsagðra hluta í dag og sagan hér að ofan rekur eru tilkomin vegna samskipta okkar við aðrar þjóðir. Þar vegur EES-samningurinn langsamlega þyngst. Það er hann sem gerir venjulegu fólki kleift að mennta sig, njóta heilbrigðisþjónustu, búa og vinna alls staðar á svæðinu. Hindranalaust. Það er hann sem varð til þess að Íslendingar njóta sambærilegra réttinda á Spáni eða í Grikklandi eins og heima hjá sér og öfugt. Samningnum hafa auk þess fylgt margs konar félagslegar og efnahagslegar framfarir á borð við neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem hefur ekki bara fært okkur langtum fjölbreyttara vöruúrval en áður þekktist hér á landi heldur líka lægra verð. Stefna Viðreisnar er sú að ganga eigi enn lengra í áttina að Evrópu til þess að vöruverð lækki og lífsgæði aukist enn frekar. Ekki er vanþörf á. Til þess þurfum við að eiga sæti við borðið svo rödd okkar heyrist. Og ekki síður til að leysa okkur frá ótal sérlausnum sem íslenskur almenningur einn neyðist til að nota, eins og íslensku krónuna. Viðreisn mun ekki kvika frá þessari framtíðarsýn sinni, enda um langtímalausn að ræða sem þarfnast pólitískrar forystu sem sveiflast ekki með skoðanakönnunum og dægurþrasi. Í dag er veruleiki okkar hins vegar sá að samningurinnn um aðild að evrópska efnahagssvæðinu er okkar aðgangseyrir að Evrópu. Einangrun eða opnun Hér að ofan eru aðeins nokkur dæmi rakin um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært Íslendingum og mun vonandi gera um ókomna tíð. Standa þarf vörð um samninginn og það sem hann hefur fært okkur. Það er mikilvægt að hafa í huga nú þegar misvandaðir talsmenn gömlu tímana - súrs hvalkjöts og flokksblaðanna - reyna allt hvað þeir geta til að grafa undan samningnum. Þeir reyna að færa rök fyrir því að afskekkt eyja norður í Ballarhafi hafi sérstaka hagsmuni af því að verða einangraðri en þegar er. Það er nefnilega einmitt vegna EES samningsins sem unga stúlkan sem getið var um í upphafi gat yfir höfuð flutt til Evrópu án mikillar fyrirhafnar, fengið rausnarlegan afslátt af skólagjöldunum í virtum, þýskum háskóla, og loks var það EES samningurinn sem tryggði henni þá neytendavernd að geta hringt í foreldra sína daglega yfir Atlantshafið án þess að það kostaði hana hönd og fót. Undir innri markaði Evrópu og sameiginlegri löggjöf eru ríkir hagsmunir sem Ísland hefur af samstarfi þjóða, frjálsum viðskiptum og mannréttindum. Af óskiljanlegum ástæðum á samningurinn sér fáa málsvara við ríkisstjórnarborðið um þessar mundir. Undir er líka sá veruleiki að ungt fólk hafi yfir höfuð áhuga á að búa hér á landi eða að minnsta kosti ástæðu til að snúa aftur eftir að hafa prófað hitt. Þá þykist ég vita að þau taki evrópskt hlaðborð fram yfir súrt hvalkjöt. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín. Hún kynntist maka sínum og varð ólétt. Hún hafði þá klárað námið og hafið störf á þýskri auglýsingastofu en hélt aftur heim, reynslunni ríkari og til að vera nær fjölskyldu sinni þegar barnið kom í heiminn. Barnið fæddist nýlega, öllum heilsast vel og unga parið er um þessar mundir eftirsótt á íslenskum vinnumarkaði enda vel menntuð með alþjóðlega reynslu og fær í flestan sjó. Flest þekkjum við sambærilegar sögur úr nærumhverfi okkar. Lífsgæði EES Mikilvægt er að hafa það hugfast um þessar mundir að lunga þessara lífsgæða sem við teljum til sjálfsagðra hluta í dag og sagan hér að ofan rekur eru tilkomin vegna samskipta okkar við aðrar þjóðir. Þar vegur EES-samningurinn langsamlega þyngst. Það er hann sem gerir venjulegu fólki kleift að mennta sig, njóta heilbrigðisþjónustu, búa og vinna alls staðar á svæðinu. Hindranalaust. Það er hann sem varð til þess að Íslendingar njóta sambærilegra réttinda á Spáni eða í Grikklandi eins og heima hjá sér og öfugt. Samningnum hafa auk þess fylgt margs konar félagslegar og efnahagslegar framfarir á borð við neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem hefur ekki bara fært okkur langtum fjölbreyttara vöruúrval en áður þekktist hér á landi heldur líka lægra verð. Stefna Viðreisnar er sú að ganga eigi enn lengra í áttina að Evrópu til þess að vöruverð lækki og lífsgæði aukist enn frekar. Ekki er vanþörf á. Til þess þurfum við að eiga sæti við borðið svo rödd okkar heyrist. Og ekki síður til að leysa okkur frá ótal sérlausnum sem íslenskur almenningur einn neyðist til að nota, eins og íslensku krónuna. Viðreisn mun ekki kvika frá þessari framtíðarsýn sinni, enda um langtímalausn að ræða sem þarfnast pólitískrar forystu sem sveiflast ekki með skoðanakönnunum og dægurþrasi. Í dag er veruleiki okkar hins vegar sá að samningurinnn um aðild að evrópska efnahagssvæðinu er okkar aðgangseyrir að Evrópu. Einangrun eða opnun Hér að ofan eru aðeins nokkur dæmi rakin um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært Íslendingum og mun vonandi gera um ókomna tíð. Standa þarf vörð um samninginn og það sem hann hefur fært okkur. Það er mikilvægt að hafa í huga nú þegar misvandaðir talsmenn gömlu tímana - súrs hvalkjöts og flokksblaðanna - reyna allt hvað þeir geta til að grafa undan samningnum. Þeir reyna að færa rök fyrir því að afskekkt eyja norður í Ballarhafi hafi sérstaka hagsmuni af því að verða einangraðri en þegar er. Það er nefnilega einmitt vegna EES samningsins sem unga stúlkan sem getið var um í upphafi gat yfir höfuð flutt til Evrópu án mikillar fyrirhafnar, fengið rausnarlegan afslátt af skólagjöldunum í virtum, þýskum háskóla, og loks var það EES samningurinn sem tryggði henni þá neytendavernd að geta hringt í foreldra sína daglega yfir Atlantshafið án þess að það kostaði hana hönd og fót. Undir innri markaði Evrópu og sameiginlegri löggjöf eru ríkir hagsmunir sem Ísland hefur af samstarfi þjóða, frjálsum viðskiptum og mannréttindum. Af óskiljanlegum ástæðum á samningurinn sér fáa málsvara við ríkisstjórnarborðið um þessar mundir. Undir er líka sá veruleiki að ungt fólk hafi yfir höfuð áhuga á að búa hér á landi eða að minnsta kosti ástæðu til að snúa aftur eftir að hafa prófað hitt. Þá þykist ég vita að þau taki evrópskt hlaðborð fram yfir súrt hvalkjöt. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun