Að vinna með fyrrverandi Gyða Hjartardóttir skrifar 10. maí 2023 11:30 Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar