Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 21:53 George Santos var baráttuglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að ákæran á hendur honum var tekin fyrir. Hann lét ekki mótmælendur sem sökuðu hann um lygar á sig fá. AP/Seth Wenig George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira