Gæti stefnt Trump þriðja sinni fyrir meiðyrði Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 23:50 Skjáskot úr upptöku af skýrslu sem Donald Trump gaf í tengslum við stefnu E. Jean Carroll á hendur honum vegna kynferðisofbeldis og meiðyrða. AP/Kaplan Hecker & Fink Konan sem hafði sigur gegn Donald Trump í einkamáli vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga í vikunni gæti stefnt honum aftur, nú fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á CNN í gærkvöldi. Hún segir orð sem Trump viðhafði um hana viðbjóðsleg. Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt. Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt.
Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42