Vaxtarsvæðið Suðurnes - þjónusta ríkisins þarf að fylgja með Anton Guðmundsson skrifar 12. maí 2023 08:00 Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja. Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026. En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu. Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð. Það er algjörlega fráleitt að nærst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættari þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Byggðamál Anton Guðmundsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja. Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026. En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu. Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð. Það er algjörlega fráleitt að nærst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættari þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun