Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:43 Morðið var framið á bílastæði í Dallas á miðvikudag. Maðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn síðar um daginn. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof. Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof.
Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira