Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2023 15:07 Eldar kviknuðu í Kænugarði þegar brak úr eldflaugum féll til jarðar. AP/Almannavarnir Úkraínu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. Þetta hefur CNN eftir þremur embættismönnum í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna en sérfræðingar skoðuðu loftvarnarkerfið í gær. Á aðfaranótt gærdagsins gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Kænugarð sem virðist hafa verið ætlað, í það minnsta að hluta til, að granda loftvarnarkerfinu. Patriot-kerfið er sagt eitt það háþróaðasta í heiminum. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Meðal annars var sex ofurhljóðfráum eldflaugum af gerðinni Kinzhal, sem þýðir rýtingur, skotið að Kænugarði en Úkraínumenn segjast hafa skotið þær allar niður yfir borginni en hættuástand skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr eldflaugunum, og öðrum sem skotið var, féll til jarðar. Sjá einnig: „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Patriot-kerfið er samansett úr sex hlutum. Rafstöðvum, ratsjá, stjórnstöð, loftnetum, skotpöllum og flugskeytum. Hægt er að staðsetja þessa mismunandi hluta kerfisins í nokkurri fjarlægð frá hvorum öðrum. Úkraínumenn hafa fengið eitt kerfi frá Bandaríkjamönnum, sem virðist vera í Kænugarði, og annað frá Þjóðverjum og Hollendingum. Sjá einnig: Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Ekki liggur fyrir hvaða hlutar kerfisins urðu fyrir skemmdum eða hvort skemmdirnar séu til komnar vegna braks eða hvort að eldflaug hafi hæft kerfið. Bandaríkjamenn segja Rússa einnig hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug að Patriot-kerfinu þann 4. maí. Sú eldflaug var skotin niður en það var í fyrsta sinn sem slíkri eldflaug var grandað í lofti. Rússar hafa stærst sig af því að nánast ógerlegt sé að granda þessum eldflaugum. New: Damage to a Patriot air defense system following a Russian missile attack near Kyiv is minimal, three US officials tell CNN. US sent inspectors to examine the system on Tuesday - and system itself remains functional, the officials said. W/my colleague @NatashaBertrand— Jim Sciutto (@jimsciutto) May 17, 2023 Kalla eftir sendingum F-16 til Úkraínu Úkraínumenn hafa kallað eftir því að fá einnig F-16 herþotur til að bæta loftvarnir sínar gegn eldflauga- og drónaárásum Rússa. Yfirvöld Í Bretlandi og Hollandi tóku undir þau áköll í gær og lögðu til að Vesturlönd útveguðu Úkraínumönnum F-16. F-16 eru í notkun víða og í miklu magni en mörg ríki sem hafa notað þær eru að skipta þeim út fyrir F-35 þotur frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn þyrftu að samþykkja flutning F-16 til Úkraínu, þar sem þær eru framleiddar þar í landi, eins og Þjóðverjar þurftu að gera þegar kom að sendingum Leopard skriðdreka til Úkraínu. Í frétt New York Times segir að ráðamenn í Bandaríkjunum séu enn þeirrar skoðunar að ekki skuli senda F-16 þotur til Úkraínu og á þeim grunni að þær séu dýrar, það taki langan tíma að þjálfa flugmenn á þær og þar að auki gætu Rússar litið á sendingar herþotna sem stigmögnun. Yfirvöld Í Bretlandi tilkynntu í vikunni að Bretar myndu þjálfa úkraínska hermenn í notkun F-16, þó þær séu ekki í notkun þar í landi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16. maí 2023 11:21 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þetta hefur CNN eftir þremur embættismönnum í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna en sérfræðingar skoðuðu loftvarnarkerfið í gær. Á aðfaranótt gærdagsins gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Kænugarð sem virðist hafa verið ætlað, í það minnsta að hluta til, að granda loftvarnarkerfinu. Patriot-kerfið er sagt eitt það háþróaðasta í heiminum. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Meðal annars var sex ofurhljóðfráum eldflaugum af gerðinni Kinzhal, sem þýðir rýtingur, skotið að Kænugarði en Úkraínumenn segjast hafa skotið þær allar niður yfir borginni en hættuástand skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr eldflaugunum, og öðrum sem skotið var, féll til jarðar. Sjá einnig: „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Patriot-kerfið er samansett úr sex hlutum. Rafstöðvum, ratsjá, stjórnstöð, loftnetum, skotpöllum og flugskeytum. Hægt er að staðsetja þessa mismunandi hluta kerfisins í nokkurri fjarlægð frá hvorum öðrum. Úkraínumenn hafa fengið eitt kerfi frá Bandaríkjamönnum, sem virðist vera í Kænugarði, og annað frá Þjóðverjum og Hollendingum. Sjá einnig: Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Ekki liggur fyrir hvaða hlutar kerfisins urðu fyrir skemmdum eða hvort skemmdirnar séu til komnar vegna braks eða hvort að eldflaug hafi hæft kerfið. Bandaríkjamenn segja Rússa einnig hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug að Patriot-kerfinu þann 4. maí. Sú eldflaug var skotin niður en það var í fyrsta sinn sem slíkri eldflaug var grandað í lofti. Rússar hafa stærst sig af því að nánast ógerlegt sé að granda þessum eldflaugum. New: Damage to a Patriot air defense system following a Russian missile attack near Kyiv is minimal, three US officials tell CNN. US sent inspectors to examine the system on Tuesday - and system itself remains functional, the officials said. W/my colleague @NatashaBertrand— Jim Sciutto (@jimsciutto) May 17, 2023 Kalla eftir sendingum F-16 til Úkraínu Úkraínumenn hafa kallað eftir því að fá einnig F-16 herþotur til að bæta loftvarnir sínar gegn eldflauga- og drónaárásum Rússa. Yfirvöld Í Bretlandi og Hollandi tóku undir þau áköll í gær og lögðu til að Vesturlönd útveguðu Úkraínumönnum F-16. F-16 eru í notkun víða og í miklu magni en mörg ríki sem hafa notað þær eru að skipta þeim út fyrir F-35 þotur frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn þyrftu að samþykkja flutning F-16 til Úkraínu, þar sem þær eru framleiddar þar í landi, eins og Þjóðverjar þurftu að gera þegar kom að sendingum Leopard skriðdreka til Úkraínu. Í frétt New York Times segir að ráðamenn í Bandaríkjunum séu enn þeirrar skoðunar að ekki skuli senda F-16 þotur til Úkraínu og á þeim grunni að þær séu dýrar, það taki langan tíma að þjálfa flugmenn á þær og þar að auki gætu Rússar litið á sendingar herþotna sem stigmögnun. Yfirvöld Í Bretlandi tilkynntu í vikunni að Bretar myndu þjálfa úkraínska hermenn í notkun F-16, þó þær séu ekki í notkun þar í landi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16. maí 2023 11:21 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16
Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29
„Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16. maí 2023 11:21
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32