Í hvernig samfélagi viljum við búa? Oddný Harðardóttir skrifar 23. maí 2023 17:00 Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Heilbrigðismál Félagsmál Samfylkingin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun