Hyggst tilkynna framboðið á morgun með Elon Musk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2023 23:45 Ron DeSantis hefur beint spjótum sínum að Disney heima fyrir í Flórída en nú fara spjótin að beinast að Donald Trump í forvali Repúblikana. Stephen Maturen/Getty Images Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hyggst lýsa formlega yfir forsetaframboði sínu á morgun. Hann hyggst gera það ásamt milljónamæringnum Elon Musk á stafrænum vettvangi á samfélagsmiðlinum Twitter, í eigu milljónamæringsins. Viðburðurinn mun fara fram á samfélagsmiðlinum á hinu svokallaða „Twitter Spaces“ svæði á miðlinum á morgun, klukkan 18:00 að bandarískum tíma eða 22:00 að íslenskum. Í umfjöllun CNN kemur fram að ákvörðun ríkisstjórans um að tilkynna framboðið ásamt Musk undirstriki tilraunir hans til að hafa hægrisinnaða samfélagsmiðlanotendur miðilsins af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fastlega hefur verið gert ráð fyrir því að þeir Trump og DeSantis muni berast á banaspjót í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar þar vestanhafs 2024. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvalinu en hann hefur beðið átekta þar til nú. Í umfjöllun CNN kemur fram að DeSantis hafi löngum verið talinn helsta fyrirstaða þess að Trump beri sigur úr býtum í forvalinu. Fylgi ríkisstjórans hjá væntanlegum kjósendum og bakhjörlum Repúblikanaflokksins hefur hins vegar að sögn bandaríska miðilsins verið á niðurleið að undanförnu. Fyrrverandi forsetinn hefur æ oftar beint spjótum sínum að ríkisstjóranum á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Enginn Trump á Twitter Þar hefur Trump setið sem fastast allt síðan hann var rekinn af Twitter árið 2021. Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter opnaði hann aftur fyrir aðgang fyrrverandi forsetans, sem sýnt hefur því litla athygli að byrja þar aftur og er sviðið því autt á miðlinum fyrir DeSantis til að ná til hægrisinnaðra notenda miðilsins. Á fundi með fjárhagslegum bakhjörlum sínum í síðustu viku sagði DeSantis að hann væri sá eini sem gæti haft forsetastólinn af Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Ólíklegt væri, miðað við gögn í lykilríkjum, að kjósendur myndu skipta um skoðun á Donald Trump, Bandaríkjaforseta. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Horfa má á umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=C9UQvXL8KgQ">watch on YouTube</a> Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Viðburðurinn mun fara fram á samfélagsmiðlinum á hinu svokallaða „Twitter Spaces“ svæði á miðlinum á morgun, klukkan 18:00 að bandarískum tíma eða 22:00 að íslenskum. Í umfjöllun CNN kemur fram að ákvörðun ríkisstjórans um að tilkynna framboðið ásamt Musk undirstriki tilraunir hans til að hafa hægrisinnaða samfélagsmiðlanotendur miðilsins af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fastlega hefur verið gert ráð fyrir því að þeir Trump og DeSantis muni berast á banaspjót í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar þar vestanhafs 2024. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvalinu en hann hefur beðið átekta þar til nú. Í umfjöllun CNN kemur fram að DeSantis hafi löngum verið talinn helsta fyrirstaða þess að Trump beri sigur úr býtum í forvalinu. Fylgi ríkisstjórans hjá væntanlegum kjósendum og bakhjörlum Repúblikanaflokksins hefur hins vegar að sögn bandaríska miðilsins verið á niðurleið að undanförnu. Fyrrverandi forsetinn hefur æ oftar beint spjótum sínum að ríkisstjóranum á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Enginn Trump á Twitter Þar hefur Trump setið sem fastast allt síðan hann var rekinn af Twitter árið 2021. Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter opnaði hann aftur fyrir aðgang fyrrverandi forsetans, sem sýnt hefur því litla athygli að byrja þar aftur og er sviðið því autt á miðlinum fyrir DeSantis til að ná til hægrisinnaðra notenda miðilsins. Á fundi með fjárhagslegum bakhjörlum sínum í síðustu viku sagði DeSantis að hann væri sá eini sem gæti haft forsetastólinn af Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Ólíklegt væri, miðað við gögn í lykilríkjum, að kjósendur myndu skipta um skoðun á Donald Trump, Bandaríkjaforseta. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Horfa má á umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=C9UQvXL8KgQ">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira