Jafnaðarstefnan er Evrópustefna Dagbjört Hákonardóttir skrifar 24. maí 2023 07:00 Á Íslandi er eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða, stöndugu almannatryggingarkerfi sem grípur þau sem þurfa á að halda og öflugu velferðarkerfi sem stendur öllum til boða óháð efnahag. Framangreindu stendur stöðug ógn af aukinni stéttaskiptingu sem verður til í kjölfar áframhaldandi misskiptingar auðs í íslensku þjóðfélagi og um allan heim. Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands – berst gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum, með frjálslynda félagshyggju að vopni, að norrænni sem og alþjóðlegri fyrirmynd. Það er og verður forgangsverkefni fyrir stjórnmálaflokk sem vill umfram annað hlúa að kjörum þeirra sem stendur mest ógn af markvissum niðurskurði í almannaþjónustu, að sýna þjóðinni fram á metnaðarfulla stefnumörkun í málaflokkum velferðarsamfélagsins. Samfylkingin hefur nú í áratugi barist öðrum flokkum fremur af alefli fyrir því að færa Ísland enn nær Evrópu í formi Evrópusambandsaðilar og stöðugri efnahag samhliða upptöku evrunnar. Þessa viðureign flokksins við íslenskt íhald og sérhagsmunaöfl væri hægt að rekja í enn lengri grein en þeirri sem hér er rituð, en í stuttu máli þarf ekki nokkur einstaklingur að draga sannfæringu íslenskra jafnaðarmanna í Evrópumálum í efa. Þar hafa fulltrúar Samfylkingar aldrei látið stjórnast af skoðanakönnunum og hefur baráttan oft á tíðum verið einmanaleg og fáa var hægt að fá til liðs við hana frá öðrum stjórnmálaflokkum þegar á reyndi. Samfylkingin er og verður Evrópusinnaður flokkur sem hefur það á stefnu sinni að láta íslensku þjóðina ganga til atkvæða um aðildarsamning við Evrópusambandið með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. Um þessar mundir birtast enn fleiri skoðanakannanir, og sumar þeirra gefa til kynna að mörg séu áhugasöm um þær leiðir sem jafnaðarfólk hefur upp á að bjóða. Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar, þótti tilefni til að skrifa grein í gær 23. maí á Vísi um niðurstöðu könnunar sem sýnir yfirgnæfandi stuðning almennings við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Frá sjónarhóli Viðreisnar er eflaust freistandi að búa sér til andstæðing úr Samfylkingu sem eins konar stein í götu þeirra sem vilja sjá fram á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þær áhyggjur eru hins vegar jafn fáránlegar og þær eru ástæðulausar. Samfylkingin hefur í gegnum tíðina jafnan nefnt kosti við Evrópusambandsaðild til stuðnings við markmið sín í þágu velferðarmála hér á landi. Því verður ekki neitað að Evrópusambandsaðild gæti haft gríðarleg áhrif til góðs fyrir strjálbýlt smáríki sem notið gæti ríflegrar aðstoðar frá sjóðum þess sem markvisst eru ætlaðir til að styrkja slík svæði á sviði samgangna og landbúnaðar, svo dæmi séu tekin. Það hefur hins vegar sýnt sig að mörgum þykja slíkar lausnir of fjarlægar sér til þess að geta talist raunhæf úrlausn við vandamálum sem þarf að leysa og hægt er að ganga í tafarlaust með íslenskan pólitískan vilja að vopni. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar, hefur boðað og unnið eftir skýrum áherslum í kjölfar víðfeðms samtals við almenning í landinu þar sem nærsamfélagið er í forgrunni. Á þessum tímum er þörf að leggja áherslu á málaflokka sem brýnt að sinna sem falla margir utan verkefnasviðs yfirþjóðlegs valds í fjarlægum borgum meginlandsins, hvort sem það er heilbrigðisþjónusta í heimabyggð, uppbygging óhagnaðardrifinna leigufélaga og ásetning leiguþaks, bylting barnabótakerfisins eða sanngjörn skattheimta gagnvart þeim sem mestar eignir eiga. Á liðnum mánuðum hefur Samfylkingin boðað metnaðarfullar aðgerðir gegn verðbólgu sem ógnar kjörum venjulegs fólks og stendur nú í öflugu samtali við kjósendur um allt land um heilbrigðismál.Framundan eru sambærileg verkefni á sviði húsnæðismála auk fleiri málaflokka sem brenna á almenningi og verða verkefni íslenskra stjórnvalda. Þetta er jafnaðarstefnan í hnotskurn. Samhliða verulegri aukningu á misskiptingu í íslensku þjóðfélagi er brýnna en nokkru sinni að gera almenningi grein fyrir því að þeim stendur til boða að leiða jafnaðarstefnuna til forystu í félagshyggjustjórn. Gagnrýni frá hægri væng stjórnmálanna í garð þessara áherslubreytinga hjá íslensku jafnaðarfólki sýna umfram annað að velferðarmál eru þar greinilega ekki hátt skrifuð á blaði. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi formaður Ungra Evrópusinna og er enn einlægur Evrópusinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Evrópusambandið Samfylkingin Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða, stöndugu almannatryggingarkerfi sem grípur þau sem þurfa á að halda og öflugu velferðarkerfi sem stendur öllum til boða óháð efnahag. Framangreindu stendur stöðug ógn af aukinni stéttaskiptingu sem verður til í kjölfar áframhaldandi misskiptingar auðs í íslensku þjóðfélagi og um allan heim. Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands – berst gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum, með frjálslynda félagshyggju að vopni, að norrænni sem og alþjóðlegri fyrirmynd. Það er og verður forgangsverkefni fyrir stjórnmálaflokk sem vill umfram annað hlúa að kjörum þeirra sem stendur mest ógn af markvissum niðurskurði í almannaþjónustu, að sýna þjóðinni fram á metnaðarfulla stefnumörkun í málaflokkum velferðarsamfélagsins. Samfylkingin hefur nú í áratugi barist öðrum flokkum fremur af alefli fyrir því að færa Ísland enn nær Evrópu í formi Evrópusambandsaðilar og stöðugri efnahag samhliða upptöku evrunnar. Þessa viðureign flokksins við íslenskt íhald og sérhagsmunaöfl væri hægt að rekja í enn lengri grein en þeirri sem hér er rituð, en í stuttu máli þarf ekki nokkur einstaklingur að draga sannfæringu íslenskra jafnaðarmanna í Evrópumálum í efa. Þar hafa fulltrúar Samfylkingar aldrei látið stjórnast af skoðanakönnunum og hefur baráttan oft á tíðum verið einmanaleg og fáa var hægt að fá til liðs við hana frá öðrum stjórnmálaflokkum þegar á reyndi. Samfylkingin er og verður Evrópusinnaður flokkur sem hefur það á stefnu sinni að láta íslensku þjóðina ganga til atkvæða um aðildarsamning við Evrópusambandið með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. Um þessar mundir birtast enn fleiri skoðanakannanir, og sumar þeirra gefa til kynna að mörg séu áhugasöm um þær leiðir sem jafnaðarfólk hefur upp á að bjóða. Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar, þótti tilefni til að skrifa grein í gær 23. maí á Vísi um niðurstöðu könnunar sem sýnir yfirgnæfandi stuðning almennings við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Frá sjónarhóli Viðreisnar er eflaust freistandi að búa sér til andstæðing úr Samfylkingu sem eins konar stein í götu þeirra sem vilja sjá fram á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þær áhyggjur eru hins vegar jafn fáránlegar og þær eru ástæðulausar. Samfylkingin hefur í gegnum tíðina jafnan nefnt kosti við Evrópusambandsaðild til stuðnings við markmið sín í þágu velferðarmála hér á landi. Því verður ekki neitað að Evrópusambandsaðild gæti haft gríðarleg áhrif til góðs fyrir strjálbýlt smáríki sem notið gæti ríflegrar aðstoðar frá sjóðum þess sem markvisst eru ætlaðir til að styrkja slík svæði á sviði samgangna og landbúnaðar, svo dæmi séu tekin. Það hefur hins vegar sýnt sig að mörgum þykja slíkar lausnir of fjarlægar sér til þess að geta talist raunhæf úrlausn við vandamálum sem þarf að leysa og hægt er að ganga í tafarlaust með íslenskan pólitískan vilja að vopni. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar, hefur boðað og unnið eftir skýrum áherslum í kjölfar víðfeðms samtals við almenning í landinu þar sem nærsamfélagið er í forgrunni. Á þessum tímum er þörf að leggja áherslu á málaflokka sem brýnt að sinna sem falla margir utan verkefnasviðs yfirþjóðlegs valds í fjarlægum borgum meginlandsins, hvort sem það er heilbrigðisþjónusta í heimabyggð, uppbygging óhagnaðardrifinna leigufélaga og ásetning leiguþaks, bylting barnabótakerfisins eða sanngjörn skattheimta gagnvart þeim sem mestar eignir eiga. Á liðnum mánuðum hefur Samfylkingin boðað metnaðarfullar aðgerðir gegn verðbólgu sem ógnar kjörum venjulegs fólks og stendur nú í öflugu samtali við kjósendur um allt land um heilbrigðismál.Framundan eru sambærileg verkefni á sviði húsnæðismála auk fleiri málaflokka sem brenna á almenningi og verða verkefni íslenskra stjórnvalda. Þetta er jafnaðarstefnan í hnotskurn. Samhliða verulegri aukningu á misskiptingu í íslensku þjóðfélagi er brýnna en nokkru sinni að gera almenningi grein fyrir því að þeim stendur til boða að leiða jafnaðarstefnuna til forystu í félagshyggjustjórn. Gagnrýni frá hægri væng stjórnmálanna í garð þessara áherslubreytinga hjá íslensku jafnaðarfólki sýna umfram annað að velferðarmál eru þar greinilega ekki hátt skrifuð á blaði. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi formaður Ungra Evrópusinna og er enn einlægur Evrópusinni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun