Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2023 16:54 Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, hefur lengi verið umdeildur. AP/Tony Gutierrez Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. Meðlimir rannsóknarnefndar ríkisþingsins, sem leidd er af Repúblikönum, samþykktu samhljóða í gær að leggja ákæruna fyrir þingið og verður mögulega greitt atkvæði um hana þar í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði ákæran samþykkt gæti yrði Paxton vikið samstundis úr embætti. Gerist það, yrði Paxton þriðji maðurinn í sögu Texas sem yrði vikið úr embætti með þessum hætti. Paxton hefur lengi verið umdeildur en hann bað Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 um að fella sigur Joe Biden, forseta, úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Þar að auki var Paxton ákærður fyrir fjársvik árið 2015 en samkvæmt AP hefur það mál aldrei ratað í dómsal. Rannsókn Repúblikana leit fyrst dagsins ljós á þriðjudaginn en þá brást Paxton reiður við. Hann staðhæfði að Dade Phelan, forseti þingsins, sem Paxton kallaði „frjálslyndan“ eiga í pólitískum árásum gegn sér og kallaði eftir afsögn hans. Þá sakaði Paxton Phelan um að hafa verið ölvaðan á þingi í síðustu viku. „Þetta er sorgardagur í Texas þar sem við verðum vitni að spilltum langtíma stjórnmálamönnum sameinast í þessari ólögmætu tilraun til að fella vilja fólksins úr gildi og gera lítið úr atkvæðum kjósenda ríkisins,“ sagði Paxton í yfirlýsingu í gær. Þá hélt hann því fram að ekkert væri til í ásökunum gegn honum. Beitti embætti sínu í þágu vinar Farið er yfir ákæruliðina gegn Paxton í grein Texas Tribune en margar þeirra snúast um að ráðherrann hafi brugðist opinberum skildum sínum og misbeitt valdi sínu sem dómsmálaráðherra í þágu vina sinna og annarra. Sérstaklega Nate Paul, sem er bæði vinur Paxton og stuðningsmaður. Einn liður snýr að mútuþægni þar sem Repúblikanar segja Paxton hafa beðið Paul um að ráða konu sem Paxton var að halda við á þeim tíma. Paul greiddi einnig fyrir endurbætur á heimili Paxton í skiptum fyrir lagalega aðstoð. Þá er Paxton sakaður um að hafa látið opinbera starfsmenn vinna í þágu Paul svo það hafi kostað Texas minnst 72 þúsund dali. Paxton er einnig sakaður um spillingu í tengslum við áðurnefnda fjársvikaákæru. Hann er meðal annars sakaður um að hafa komið í veg fyrir að ákærurnar yrðu opinberaðar fyrir kosningar, sem hann vann svo. Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Meðlimir rannsóknarnefndar ríkisþingsins, sem leidd er af Repúblikönum, samþykktu samhljóða í gær að leggja ákæruna fyrir þingið og verður mögulega greitt atkvæði um hana þar í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði ákæran samþykkt gæti yrði Paxton vikið samstundis úr embætti. Gerist það, yrði Paxton þriðji maðurinn í sögu Texas sem yrði vikið úr embætti með þessum hætti. Paxton hefur lengi verið umdeildur en hann bað Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 um að fella sigur Joe Biden, forseta, úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Þar að auki var Paxton ákærður fyrir fjársvik árið 2015 en samkvæmt AP hefur það mál aldrei ratað í dómsal. Rannsókn Repúblikana leit fyrst dagsins ljós á þriðjudaginn en þá brást Paxton reiður við. Hann staðhæfði að Dade Phelan, forseti þingsins, sem Paxton kallaði „frjálslyndan“ eiga í pólitískum árásum gegn sér og kallaði eftir afsögn hans. Þá sakaði Paxton Phelan um að hafa verið ölvaðan á þingi í síðustu viku. „Þetta er sorgardagur í Texas þar sem við verðum vitni að spilltum langtíma stjórnmálamönnum sameinast í þessari ólögmætu tilraun til að fella vilja fólksins úr gildi og gera lítið úr atkvæðum kjósenda ríkisins,“ sagði Paxton í yfirlýsingu í gær. Þá hélt hann því fram að ekkert væri til í ásökunum gegn honum. Beitti embætti sínu í þágu vinar Farið er yfir ákæruliðina gegn Paxton í grein Texas Tribune en margar þeirra snúast um að ráðherrann hafi brugðist opinberum skildum sínum og misbeitt valdi sínu sem dómsmálaráðherra í þágu vina sinna og annarra. Sérstaklega Nate Paul, sem er bæði vinur Paxton og stuðningsmaður. Einn liður snýr að mútuþægni þar sem Repúblikanar segja Paxton hafa beðið Paul um að ráða konu sem Paxton var að halda við á þeim tíma. Paul greiddi einnig fyrir endurbætur á heimili Paxton í skiptum fyrir lagalega aðstoð. Þá er Paxton sakaður um að hafa látið opinbera starfsmenn vinna í þágu Paul svo það hafi kostað Texas minnst 72 þúsund dali. Paxton er einnig sakaður um spillingu í tengslum við áðurnefnda fjársvikaákæru. Hann er meðal annars sakaður um að hafa komið í veg fyrir að ákærurnar yrðu opinberaðar fyrir kosningar, sem hann vann svo.
Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira