Tugir friðargæsluliða særðust í átökum í Kósovó Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2023 09:10 Hernenn NATO og kósovóskir lögreglumenn áttu í vök að verjast gegn serbneskum mótmælendum í norðanverðu Kósovó í gær. Tugir særðust. AP/Dejan Simicevic Um þrjátíu friðargæsluliðar á vegum Atlantshafsbandalagsins særðust í hörðum átökum við Serba í norðanverðu Kósovó í gær. Átökin blossuðu upp þegar hópur manna af serbneskum uppruna reyndi að koma í veg fyrir að nýlega kjörnir fulltrúar af albönskum uppruna kæmust á skrifstofur sínar. Vaxandi spenna hefur verið á milli þjóðarbrota í Kósovó upp á síðkastið, sérstaklega í kjölfar kosninga sem voru haldnar á svæðum þar sem Kósovóar af serbneskum uppruna eru í meirihluta. Þeir hafa aldrei viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó og aðskilnað frá Serbíu árið 2008. Serbar sniðgengu kosningarnar og því hlutu nær eingöngu Kósovóar af albönskum uppruna brautargengi. Kjörsókn var aðeins um 3,5 prósent. Þjóðernissinnaðir Serbar reyndu að hindra för nýkjörinna bæjarstjóra við stjórnarbyggingar í gær. Serbnesku mótmælendurnir köstuðu gas- og blossasprengjum í friðargæsluliða NATO, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kósovóskir lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna í bænum Zvecan, um 45 kílómetra norður af höfuðborginni Pristina í gær. Beinbrot og bruna- og skotsár NATO segir að þrjátíu friðargæsluliðar hafi særst, ellefu Ítalir og nítján Ungverjar. Þeir hlutu meðal annars beinbrot og brunasár af völdum heimagerðar sprengna mótmælendanna. Þrír ungverskir hermenn hafi verið skotnir en þeir væru ekki lífshættulegar sárir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, fullyrðir að 52 Serbar hafi særst í átökunum, þar af þrír alvarlega. Hann dvaldi með hermönnum sínum við landamærin að Kósovó í nótt. Serbneski herinn hefur verið í viðbragðsstöðu frá því í síðustu viku. Stjórnvöld í Pristina saka Vucic um að ala á sundrungu í Kósovó. Vucic segir kósovósk stjórnvöld bara ábyrgð á ástandinu með því að halda því til streitu að albanskir bæjarstjórar tækju með embætti eftir kosningarnar. Serbar og Kósovóar hafa eldað grátt silfur saman um áratugaskeið. Til vopnaðra átak akom þegar albanskir aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn árið 1998. Serbnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku. NATO hrakti serbneska hermenn út úr Kósovó árið 1999. Um þrettán þúsund manns féllu í átökunum, langflestir þeirra albanskir Kósovóar. Bandaríkin og flest Evrópuríki viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt ríki en það gera hvorki Serbía, Rússland né Kína. Kósovó NATO Serbía Tengdar fréttir Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Vaxandi spenna hefur verið á milli þjóðarbrota í Kósovó upp á síðkastið, sérstaklega í kjölfar kosninga sem voru haldnar á svæðum þar sem Kósovóar af serbneskum uppruna eru í meirihluta. Þeir hafa aldrei viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó og aðskilnað frá Serbíu árið 2008. Serbar sniðgengu kosningarnar og því hlutu nær eingöngu Kósovóar af albönskum uppruna brautargengi. Kjörsókn var aðeins um 3,5 prósent. Þjóðernissinnaðir Serbar reyndu að hindra för nýkjörinna bæjarstjóra við stjórnarbyggingar í gær. Serbnesku mótmælendurnir köstuðu gas- og blossasprengjum í friðargæsluliða NATO, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kósovóskir lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna í bænum Zvecan, um 45 kílómetra norður af höfuðborginni Pristina í gær. Beinbrot og bruna- og skotsár NATO segir að þrjátíu friðargæsluliðar hafi særst, ellefu Ítalir og nítján Ungverjar. Þeir hlutu meðal annars beinbrot og brunasár af völdum heimagerðar sprengna mótmælendanna. Þrír ungverskir hermenn hafi verið skotnir en þeir væru ekki lífshættulegar sárir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, fullyrðir að 52 Serbar hafi særst í átökunum, þar af þrír alvarlega. Hann dvaldi með hermönnum sínum við landamærin að Kósovó í nótt. Serbneski herinn hefur verið í viðbragðsstöðu frá því í síðustu viku. Stjórnvöld í Pristina saka Vucic um að ala á sundrungu í Kósovó. Vucic segir kósovósk stjórnvöld bara ábyrgð á ástandinu með því að halda því til streitu að albanskir bæjarstjórar tækju með embætti eftir kosningarnar. Serbar og Kósovóar hafa eldað grátt silfur saman um áratugaskeið. Til vopnaðra átak akom þegar albanskir aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn árið 1998. Serbnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku. NATO hrakti serbneska hermenn út úr Kósovó árið 1999. Um þrettán þúsund manns féllu í átökunum, langflestir þeirra albanskir Kósovóar. Bandaríkin og flest Evrópuríki viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt ríki en það gera hvorki Serbía, Rússland né Kína.
Kósovó NATO Serbía Tengdar fréttir Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent