Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og dreifingu myndbanda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 17:06 Maðurinn játaði brot sín að hluta til og var horft til þess við ákvörðun refsingar. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi kærustu sinni. Tók maðurinn upp kynferðisleg myndbönd og dreifði þeim til eiginmanns konunnar og víðar. Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira