Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 07:32 Fundurinn þykir til marks um að lögmenn Trump telji ákærur yfirvofandi. AP/Jose Luis Magana Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. Hvorki dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland né aðstoðardómsmálaráðherrann Lisa O. Monaco voru viðstödd fundinn og þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hvað var til umræðu en vísbendingar eru uppi um að rannsókninni sé að ljúka. Lögmennirnir; James Trusty, John Rowley og Lindsey Halligan, neituðu að tjá sig við blaðamenn eftir fundinn. Skömmu eftir að honum lauk birti Trump hins vegar færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social sem virðist benda til þess að hann geri ráð fyrir því að verða ákærður í málinu. „HVERNIG GETUR DOJ MÖGULEGA ÁKÆRT MIG, SEM GERÐI EKKERT RANGT,“ skrifaði Trump. DOJ stendur fyrir „department of justice“, dómsmálaráðuneytið. Lögmenn Trump, núverandi og fyrrverandi, hafa verið gagnrýnir á framgöngu saksóknarans Jack Smith, sem er meðal annars sakaður um ósanngirni í garð Trump. Enn á eftir að leiða vitni fyrir sérstakan kviðdóm í Flórída og þá er enn unnið að rannsókn atviks þar sem tæming sundlaugar í Mar-a-Lago var sögð hafa valdið skemmdum í herbergi þar sem myndefni úr öryggismyndavélum á heimili forsetans voru geymd. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum að þótt engin ákvörðun um ákærur liggi fyrir geri forsetinn fyrrverandi ráð fyrir þeirri niðurstöðu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hvorki dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland né aðstoðardómsmálaráðherrann Lisa O. Monaco voru viðstödd fundinn og þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hvað var til umræðu en vísbendingar eru uppi um að rannsókninni sé að ljúka. Lögmennirnir; James Trusty, John Rowley og Lindsey Halligan, neituðu að tjá sig við blaðamenn eftir fundinn. Skömmu eftir að honum lauk birti Trump hins vegar færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social sem virðist benda til þess að hann geri ráð fyrir því að verða ákærður í málinu. „HVERNIG GETUR DOJ MÖGULEGA ÁKÆRT MIG, SEM GERÐI EKKERT RANGT,“ skrifaði Trump. DOJ stendur fyrir „department of justice“, dómsmálaráðuneytið. Lögmenn Trump, núverandi og fyrrverandi, hafa verið gagnrýnir á framgöngu saksóknarans Jack Smith, sem er meðal annars sakaður um ósanngirni í garð Trump. Enn á eftir að leiða vitni fyrir sérstakan kviðdóm í Flórída og þá er enn unnið að rannsókn atviks þar sem tæming sundlaugar í Mar-a-Lago var sögð hafa valdið skemmdum í herbergi þar sem myndefni úr öryggismyndavélum á heimili forsetans voru geymd. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum að þótt engin ákvörðun um ákærur liggi fyrir geri forsetinn fyrrverandi ráð fyrir þeirri niðurstöðu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira