Pabbi Haalands harðlega gagnrýndur fyrir að flytja í skattaparadísina Sviss: „Mjög taktlaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2023 14:00 Haaland-feðgarnir með enska meistarabikarinn. getty/Michael Regan Sú ákvörðun Alf-Inges Haaland, föður Erlings Haaland, að flytja til Sviss hefur verið harðlega gagnrýnd í Noregi, meðal annars af stjórnmálamönnum þar í landi. Alf-Inge er að flytja til Sviss þar sem hann borgar lægri skatta en hann hefði gert í Noregi. Margir segja þessa ákvörðun hans taktlausa. „Það er ögrandi að fótboltamilljónamæringur flýi skattgreiðslur á sama tíma og fjöldi barna þarf að hætta að stunda íþróttir því þau hafa ekki efni á því. Alfie Haaland ætti að fylgja reglum norska skattkerfisins,“ sagði Marie Sneve Martinussen, varaformaður Rauða flokksins. Agnes Nærland Viljugrein úr Verkamannaflokknum fór heldur ekki fögrum orðum um Alf-Inge. „Hann hefur komist í sjúklegar álnir því samfélagið hefur hjálpað honum og syni hans öll þessi ár. Þökk sé norsku íþróttahreyfingunni hafa þeir geta æft, spilað fótbolta og byggt upp feril. Það er mjög taktlaust að þakklætið fyrir það sé að flytja í eina mestu skattaparadís heimsins,“ sagði Viljugrein. „Mér finnst að Haaland ætti að leggja til samfélagsins með skattfé og þakka þannig fyrir sig. Sjálfboðaliðar unnið ýmis störf með þjálfurum til að halda íþróttastarfinu í Noregi gangandi. Hann ætti að endurgjalda þeim með skattpeningunum sínum.“ Alf-Inge lék lengst af ferilsins á Englandi, meðal Nottingham Forest, Leeds United og Manchester City. Í dag þekkja hann flestir sem föður Erlings Haaland, eins besta leikmanns heims. Erling varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og tvöfaldur meistari með City. Um helgina mæta Erling og félagar Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Norski boltinn Skattar og tollar Noregur Enski boltinn Sviss Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Alf-Inge er að flytja til Sviss þar sem hann borgar lægri skatta en hann hefði gert í Noregi. Margir segja þessa ákvörðun hans taktlausa. „Það er ögrandi að fótboltamilljónamæringur flýi skattgreiðslur á sama tíma og fjöldi barna þarf að hætta að stunda íþróttir því þau hafa ekki efni á því. Alfie Haaland ætti að fylgja reglum norska skattkerfisins,“ sagði Marie Sneve Martinussen, varaformaður Rauða flokksins. Agnes Nærland Viljugrein úr Verkamannaflokknum fór heldur ekki fögrum orðum um Alf-Inge. „Hann hefur komist í sjúklegar álnir því samfélagið hefur hjálpað honum og syni hans öll þessi ár. Þökk sé norsku íþróttahreyfingunni hafa þeir geta æft, spilað fótbolta og byggt upp feril. Það er mjög taktlaust að þakklætið fyrir það sé að flytja í eina mestu skattaparadís heimsins,“ sagði Viljugrein. „Mér finnst að Haaland ætti að leggja til samfélagsins með skattfé og þakka þannig fyrir sig. Sjálfboðaliðar unnið ýmis störf með þjálfurum til að halda íþróttastarfinu í Noregi gangandi. Hann ætti að endurgjalda þeim með skattpeningunum sínum.“ Alf-Inge lék lengst af ferilsins á Englandi, meðal Nottingham Forest, Leeds United og Manchester City. Í dag þekkja hann flestir sem föður Erlings Haaland, eins besta leikmanns heims. Erling varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og tvöfaldur meistari með City. Um helgina mæta Erling og félagar Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Norski boltinn Skattar og tollar Noregur Enski boltinn Sviss Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira