Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 11:30 Gervihnattarmynd af Kakhovka stíflunni eftir að hún brast í gær. Sérfræðingar segja líklegustu skýringuna vera þá að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inn í stíflunni og gat sprengt á hana. AP/Maxar Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. Sérfræðingar sem blaðamenn New York Times ræddu við segja mögulegt að stíflan hafi brostið vegna álagsins frá háu stöðulóninu, sem var í hæstu hæðum, en það sé ólíklegt. Þeir tóku fram að gögn um hvað kom fyrir væru takmörkuð en líklegasta útskýringin væri að sprengjum hefði verið komið fyrir inn í stíflunni og hún skemmd þannig. Þeir segja að mikið magn sprengiefna myndi þurfa til en íbúar á svæðinu hafa sagt að hávær sprenging hafi heyrst. Árás með eldflaug eða sprengju, sem hefði sprungið fyrir utan stífluna, hefði líklega ekki valdið svo miklum skemmdum. Heilu hverfi Kherson-borgar eru á kafi en búist er við því að vatnið muni hækka enn frekar þegar líður á daginn.AP/Libkos Stíflan hafði skemmst áður í átökum milli Rússa og Úkraínumanna en áðurnefndir sérfræðingar segja að miðað að myndir af stíflunni, frá því áður en hún brast, hafi skemmdirnar ekki verið nægar til að valda þeim skaða á stíflunni sem myndir sýna að hún varð fyrir. Sjá einnig: Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Áðurnefndir sérfræðingar segja að ef hátt stöðulónið hefði valdið skemmdunum, hefðu þær fyrst verið sýnilegar á öðrum hlutum stíflunnar en á þeim steypta. Vatnið hefði fyrst grafið sig í gegnum jarðveg en myndir sýna að vatn byrjaði að flæða í gegnum miðja stífluna. Fyrsta gatið á stíflunni myndaðist við hlið orkuversins á henni, við bakkann sem Rússar halda. Gatið hefur svo stækkað töluvert síðan þá. Umfangsmikið björgunarstarf hefur farið fram á vesturbakka Dnipróár. Fjölmargar byggðir hafa orðið fyrir flóðum.AP/Roman Hrytsyna Úkraínumenn og Rússar saka hverja aðra um að hafa sprengt stífluna upp. Rússar höfðu stjórn á henni og flóðin gera Úkraínumönnum erfiðara með að reyna að komast yfir Dnipróá. Hernaðarsérfræðingar telja þó ólíklegt að Úkraínumenn hafi ætlað sér að reyna að komast yfir ánna. Sjá einnig: Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Rússar tóku stífluna á fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra en hún hefur meðal annars séð Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, fyrir vatni. Án uppistöðulónsins flæðir ferskt vatn ekki til Krímskaga. Russia's man-made ecocide. pic.twitter.com/SM1Cd6WCvB— Andriy Yermak (@AndriyYermak) June 7, 2023 Video from survivors on the Russian-occupied (and much lower lying) left bank of the Dnipro, gives a good sense of the scale of destruction there. pic.twitter.com/gP9eT1XbE1— Roland Oliphant (@RolandOliphant) June 7, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. 7. júní 2023 07:48 Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Sérfræðingar sem blaðamenn New York Times ræddu við segja mögulegt að stíflan hafi brostið vegna álagsins frá háu stöðulóninu, sem var í hæstu hæðum, en það sé ólíklegt. Þeir tóku fram að gögn um hvað kom fyrir væru takmörkuð en líklegasta útskýringin væri að sprengjum hefði verið komið fyrir inn í stíflunni og hún skemmd þannig. Þeir segja að mikið magn sprengiefna myndi þurfa til en íbúar á svæðinu hafa sagt að hávær sprenging hafi heyrst. Árás með eldflaug eða sprengju, sem hefði sprungið fyrir utan stífluna, hefði líklega ekki valdið svo miklum skemmdum. Heilu hverfi Kherson-borgar eru á kafi en búist er við því að vatnið muni hækka enn frekar þegar líður á daginn.AP/Libkos Stíflan hafði skemmst áður í átökum milli Rússa og Úkraínumanna en áðurnefndir sérfræðingar segja að miðað að myndir af stíflunni, frá því áður en hún brast, hafi skemmdirnar ekki verið nægar til að valda þeim skaða á stíflunni sem myndir sýna að hún varð fyrir. Sjá einnig: Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Áðurnefndir sérfræðingar segja að ef hátt stöðulónið hefði valdið skemmdunum, hefðu þær fyrst verið sýnilegar á öðrum hlutum stíflunnar en á þeim steypta. Vatnið hefði fyrst grafið sig í gegnum jarðveg en myndir sýna að vatn byrjaði að flæða í gegnum miðja stífluna. Fyrsta gatið á stíflunni myndaðist við hlið orkuversins á henni, við bakkann sem Rússar halda. Gatið hefur svo stækkað töluvert síðan þá. Umfangsmikið björgunarstarf hefur farið fram á vesturbakka Dnipróár. Fjölmargar byggðir hafa orðið fyrir flóðum.AP/Roman Hrytsyna Úkraínumenn og Rússar saka hverja aðra um að hafa sprengt stífluna upp. Rússar höfðu stjórn á henni og flóðin gera Úkraínumönnum erfiðara með að reyna að komast yfir Dnipróá. Hernaðarsérfræðingar telja þó ólíklegt að Úkraínumenn hafi ætlað sér að reyna að komast yfir ánna. Sjá einnig: Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Rússar tóku stífluna á fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra en hún hefur meðal annars séð Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, fyrir vatni. Án uppistöðulónsins flæðir ferskt vatn ekki til Krímskaga. Russia's man-made ecocide. pic.twitter.com/SM1Cd6WCvB— Andriy Yermak (@AndriyYermak) June 7, 2023 Video from survivors on the Russian-occupied (and much lower lying) left bank of the Dnipro, gives a good sense of the scale of destruction there. pic.twitter.com/gP9eT1XbE1— Roland Oliphant (@RolandOliphant) June 7, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. 7. júní 2023 07:48 Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. 7. júní 2023 07:48
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48
Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16