Öskraði á börn og skaut svo móðurina til bana Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 15:39 Ajike Owens var skotin til bana af nágranna sínum. AP Photo/John Raoux Hvít kona í Flórída sem skaut þeldökkan nágranna sinn í gegnum útidyr sínar, hefur verið handtekin. Nokkrir dagar eru síðan skotárásin átti sér stað en fógeti Marion-sýslu í Flórída hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að handtaka konuna ekki strax. Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira